Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 21
Erlingur Hauksson: Fylgst með landselum í látrum INNGANGUR Við ákvörðun stærðar landsels- stofnsins hér við land hefur m. a. verið beitt talningum úr lofti og á myndum teknum á flugi (Erlingur Hauksson 1985a). Niðurstöður erlendra kannana og fengin reynsla höfundar benda til þess að á hverjum tíma liggi ekki nema hluti dýra á þurru og ekki sé þess að vænta að öll dýr sjáist saman komin í einu (Summers og Mountford 1975; Pitcher og McAllister 1981). Sums staðar eru það sjávarföllin er hafa mest áhrif á þetta (Everitt og Braham 1980; Sullivan 1980; Schneider og Payne 1983), sums staðar sólargangur (Boulva og McLaren 1979), en einnig getur truflun vegna umferðar manna haft mikil áhrif (Jörgensen 1979). Árs- tímabundið atferli dýranna hefur einn- ig áhrif á það, hversu stór hluti þeirra liggur á landi. Mestur fjöldi landsela er að jafnaði í látrum um kæpingartím- ann og strax að honum loknum, þegar selirnir fara úr hárum (Fancher 1982). Talningu á landselum, hvort sem talið er úr bát, flugvél eða á landi, verður að haga þannig að hún gefi sem mestan árangur, þ. e. a. s. fram- kvæma hana á þeim tíma dagsins, sem líklegast er að flest dýr sjáist í látrun- um. Markmið þeirra athugana á hegð- un landsela sem hér er sagt frá var að afla vitneskju um það hvenær dags flestir selir sjást á landi og áhrif sólar- gangs og sjávarfalla á þetta. Mikill skortur hefur verið á slíkum upplýsing- um við fyrri selatalningar (Erlingur Hauksson 1985a). Hefur af þeim sökum verið erfitt að skipuleggja taln- ingarnar hingað til, þannig að sem mestur árangur yrði af þeim, svo og að leiðrétta fjöldatölur landsels eftir því hvenær talið var, miðað við þann tíma er flest dýr eru sýnileg talningardaginn (sjá Eberhardt o. fl. 1979). AÐFERÐIR Fylgst var með landselum úr fylgsni í námunda við látrin. Fylgsnið á hverj- um stað var valið þannig að góð yfir- sýn fengist yfir staðina þar sem selirnir lágu uppi og mögulegt var að komast til og frá fylgsninu óséður. í þessum tilgangi m. a. var reistur útsýniskofi í Oddbjarnarskeri í Breiðafirði (sjá 1. mynd og mynd á bls. 52 í Lúðvík Krist- jánsson 1982). Við talningu var beitt sjónauka á þrífæti með 25 sinnum stækkun. At- huganirnar fóru fram á eftirfarandi stöðum við ströndina: Akraósi á Mýr- um (2. mynd), Oddbjarnarskeri í Breiðafirði (1. mynd), Vogaskeri í ísa- firði (3. mynd), Ófeigsfirði (4. mynd), Hindisvík á Vatnsnesi (5. mynd) og Berufirði. Allar athuganirnar fóru 119 Náttúrufræðingurinn 55(3), bls. 119—131, 1985

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.