Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 25
3. mynd. Vogasker í ísafirði, ísafjarðardjúpi. — Vogasker in ísafjarðardjúp, northwestern
Iceland. (ljósm Jphoto Erlingur Hauksson).
Sólargangur viröist hafa lítil sem
engin áhrif á fjölda sela á landi, heldur
eru það sjávarföllin sem ráða mestu
um fjölda dýra í látrum hverju sinni
(tafla 1). Það skal þó tekið fram, að
athuganirnar voru gerðar að degi til,
þegar bjart var og segja því ekkert um
hegðun landsela í myrkri. Þær athug-
anir, sem gerðar hafa verið á hegðun
Iandsela, benda til þess að þeir liggi
lítið á þurru yfir nóttina, heldur haldi
þeir til veiða í ljósaskiptunum á kvöld-
in og afli sér ætis að nóttu til.
Ekki er marktæk fylgni á því hversu
hratt breytingar í selafjölda á þurru
gerast og sjávarfallamunar athugunar-
daga á stöðunum þar sem könnunin
fór fram (tafla 2). Niðurstöðum athug-
ana er því slegið saman í eina heildar-
mynd af breytingum á fjölda landsela
á þurru klst. fyrir og eftir háfjöru
(8.mynd).
Að jafnaði voru einhverjir selir í
sjónum við látrin (tafla 3). Við taln-
ingu úr flugvél er hætta á því, að ein-
hverjir selanna í sjónum fari framhjá
talningarmönnum. Nauðsynlegt er því
að ákvarða þetta hlutfall sela í sjó
beint, eins og hér er gert til Ieiðrétting-
ar á niðurstöðum talninga úr lofti og
e. t. v. frá báti.
ÁLYKTANIR
Þær athuganir á hegðun landsela,
sem hér er fjallað um, eru takmarkað-
ar við sumarmánuðina, þegar búast
má við því að flest dýr séu að jafnaði í
123