Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 27
4. mynd. Hluti af þeim skerjum í Ófeigsfirði, þar sem fylgst var með hegðun sela. - Some ofthe skerries in Ófeigsfjörður, where hauling-out behaviour ofcommon seals were studied. (Ljósm. / photo Erlingur Hauksson). látrum. Kannanir þessar á hegðun Iandsela voru framkvæmdar í því augnamiði að niðurstöðurnar gerðu kleift að endurbæta árangur af taln- ingu landsela úr lofti og afla sambæri- legra gagna um fjölda sela í látrum hér við land. Með niðurstöðurnar að leiðarljósi væri hægt að tímasetja taln- ingar þannig að talið væri á sambæri- legum tíma í látrum miðað við sjávar- föll, eða leiðrétta fjölda séðra dýra með viðeigandi margföldunarstuðli eftir því hvenær talið er miðað við háfjöru (tafla 4). Þeir leiðréttingarstuðlar, sem hér eru birtir eru allir frá stöðum, þar sem sjávarfalla gætir. Koma greinilega í Ijós áhrif flóðs og fjöru á það hversu margir selir eru á landi á hverjum tíma. Áhrif sjávarfalla koma einnig greinilega fram í könnun á landselum á Stage Point í Massachusettsfylki í Bandaríkjunum (Schneider og Payne 1983). Víkja niðurstöður mínar, hvað varðar hlutfall sela á þurru m. t. t. sjávarfalla, ekki marktækt frá þeim. Landselir eru jafnan taldir frá bát eða úr flugvél. Á þennan hátt hefur fjöldi landsela á Bretlandseyjum, ír- landi, Aljútaeyjum og víðar verið ákvarðaður, en af ýmsum ástæðum eru slíkar tölur jafnan lágmarksgildi (Everitt og Braham 1980; Summers og Mountford 1975; Summers og fl. 1980). Þeir þættir sem hafa áhrif á þetta eru: / fyrsta lagi: Tímasetning talninga m. t. t. sjávarfalla og sólar- gangs, þegar mestur fjöldi sela er á 125

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.