Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 30
Hindisvík 4. maí 1980 80 - 6 8 10 12 14 16 V8 20 22 Tími dags 6. mynd. Breytingar á selafjölda á landi eftir dagstíma í Hindisvík á Vatnsnesi 4. maí 1980. B: birting, Fj: fjara, Fl: flóð, H: hádegi og Sl: sólarlag. Við útreikninga á háfjöru er miðað við næsta stað er Sjómælingar íslands (1980, 1981) gefa upplýsingar um sjávarföll fyrir. Tími birtingar og sólarlags athugunardagana er lesinn úr Almanaki Þjóðvinafélags- ins (1980, 1981) og er þá einnig miðað við næsta stað við athugunarstaði könnunarinnar, sem slíkar upplýsingar eru gefnar fyrir. — Changes in numbers of seals hauled-out, during the day at Hindisvík on Vatnsnes (north-western Iceland) on 4th of May 1980, B: dawn, H: midday, Fj: low tide, Fl: high tide, Sl: sunset. ingarmenn van- eða ofmeta selafjölda í látrum og í sjónum við þau, eins og gert hefur verið hvað varðar seli í sjó og við talningu útselskópa (Erlingur Hauksson 1985b). Veðurfar hefur bæði áhrif á það, hversu vel dýrin sjást á landi og einnig hversu stór hluti þeirra leggst upp á land. Hefur verið sýnt fram á það hjá landselum á Sable-eyju við Kanada, að fylgni er á milli hitastigs á landi, leiðréttu með tilliti til vindkælingar og fjölda sela á þurru (Boulva og McLar- en 1979). Veður þarf því að vera sam- bærilegt talningardagana. Helst heiðskírt, hlýtt og logn. Reynslan af könnun þessari, svo langt sem hún nær, og samanburður við athuganir erlendis, benda til þess að selirnir séu mjög staðbundnir, þ. e.a. s. komi aftur og aftur á sama stað og liggi þá jafnan á sama steinin- um, eða svo gott sem (Pitcher og McAllister 1981; Slater og Markowitz 1983). Þessi tryggð við ákveðinn stað eykur líkurnar á því að talning úr lofti beri tilætlaðan árangur og gefi mark- tækar niðurstöður hvað selafjöldann snertir. Það er þó hætta á því að þrátt fyrir að selatalning sé framkvæmd á þann hátt, sem best getur talist og leiðrétt m. t.t. fyrrnefndra þátta, þá vanmeti hún samt sem áður stofn- stærðina. Nýlegar hegðunarathuganir á landselum með áföst senditæki, á Kodiak-eyjum við Alaska sem gerðar voru á tímabilinu maí til september, benda til þess að dýrin komi ekki á land daglega, heldur í mesta lagi ann- an hvern dag og séu í sjónum þess á 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.