Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 34
Halastjarna Halleys Halastjarna Halleys er þekktasta halastjarna sólkerfisins. Hún gengur á geysi aflangri braut um sólu, og nær brautin út fyrir braut Neptúnusar, sem nú er yst reikistjarnanna og inn fyrir braut Merkúrs sem næstur fer sólu. Umferðartími hennar um sól er um 76 ár. Síðast heimsótti Halley halastjarn- an nágrenni Jarðar árið 1910 og nú er hennar von á ný í árslok 1985. Mikill viðbúnaður er meðal vísindamanna víða um heim af þessu tilefni og ekki færri en fimm ómönnuð geimför munu halda til móts við stjörnuna, búin allrahanda mælitækjum og ljósmynda- vélum. Vegna afstöðu Jarðar til halastjörn- unnar verður hún ekki það augnayndi á himinhvelinu sem hún var 1910 né í öll þau skipti sem sögur fara af síð- astliðin 2000 ár. Til að sjá hana vel þarf að skoða hana á dimmu stjörnu- björtu kvöldi frá stað sem ekki er mengaður af götuljósum eða annarri raflýsingu. Þá ætti dauft skin halans að koma fram líkt og mánaglit á skýja- slæðum. A suðurhveli Jarðar sést stjarnan mun betur en hér norðurfrá. Stjörnukortið hér að ofan sýnir braut halastjörnunnar um himinhvelið frá júlí 1984 til nóvember 1986. Það er þó ekki fyrr en í desember 1985 að hún Náttúrufræðingurinn 55(3), bls. 132, 1985 verður sýnileg í litlum sjónaukum snemma kvölds á suðurhimninum. Snemma í janúar 1986 verður hún sýnileg með berum augum og mun þá stækka frá kvöldi til kvölds þar sem hún rennir sér gegnum Vatnsbera- merkið á flugaferð sinni í átt til sólar. Jafnframt mun hún lækka á himni uns hún hverfur inn í sólsetrið í vestri í mánaðarlok. I febrúar sveiflar Halley sér bak við sólu, en er kemur fram í mars 1986 birtist hún okkur á ný á morgunhimni lágt í suðri á leið sinni brott frá sólu. Seint í niars 1986 verður hún hvað næst Jörðu og björtust á að sjá. Norðlæg lega íslands gerir það þó að verkum að vonlítið er að hún sjáist á þessu tímabili. Þótt halastjörnur sólkerfisins skipti vafalaust þúsundum eru fæstar þeirra bjartar. Það hefur því jafnan þótt tíð- indum sæta er slík stjarna birtist á himni og oft hefur það valdið ógn og skelfingu, því halastjörnur þóttu vá- boðar. í annálum má rekja heimsóknir Halleys 2000 ár aftur í tímann. í ís- lenskum annálum er hennar t. d. getið strax árið 1066 og oft síðar. Árni Hjartarson Orkustofnun

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.