Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 36
2. mynd. Efra borð fléttunnar á 1. mynd. Þreföld stækkun. - The surface of the licheb on
fig. I., enlarged 3 times. (Ljósm Jphoto Ágúst Bjarnason.)
safnaði allmiklu af mosum og fléttum,
sem ekkert var hirt um vegna annarra
starfa fyrr en á haustmánuðum 1982.
Þegar til átti að taka var m. a. eitt
eintak af fléttu, sem óx neðarlega í
hraunhóli við Helliskvísl á móti suð-
austri, og ég gat ekki greint fremur en
aðrir, sem var leitað til hér. Hún var
því send Rolf Santesson, fléttufræð-
ingi í Uppsölum, Svíþjóð. I bréfi frá
honum þann 20. júlí 1983 segir, að
tegundin sé Lobaria laetevirens
(Lightf.) Zahlbr., en hún var áður
óþekkt hér á landi (1. mynd). Hann
getur þess jafnframt, að fléttan sé
óvenju brún á litinn eins og fáein önn-
ur eintök frá Færeyjum, sem uxu á
sólríkum stað og eru í safni háskólans í
Uppsölum.
Lobaria laetevirens er blaðkennd
flétta. Þalið er nokkuð þunnt, brúnt á
litinn og örlítið gljáandi við jaðrana
(2. mynd). Þegar þalið blotnar, breyt-
ist liturinn lítið nema á jöðrunum, sem
verða grænbrúnir. Þörungur flétt-
unnar er grænþörungur (Myrmecia).
Neðra borðið er alklætt svepp-
þráðahýjungi, en að öðru leyti er yfir-
borðið hnökralaust. Þalbleðlar eru ó-
reglulegir, stuttir og 1—8 mm breiðir.
Askhirslur (af gerðinni „lecanora")
eru margar á þessu eintaki eins og að
jafnaði á tegundinni. Gróin eru litlaus
í fyrstu en verða fölbrún, þegar þau
hafa náð fullum þroska. Þau eru spólu-
laga og oftast nær tvískipt. Fullþroska
gró í þessari plöntu eru 30 míkrómetr-
ar á lengd og 8 míkrómetar á breidd.
Þalið svarar engum efnum, sem jal'nan
eru notuð við greiningu á fléttum
134