Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 40

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 40
Framleiðslan var nær eingöngu dökk basísk gjóska, en þar sem sprungan skar Torfajökulssvæðið varð til súr ljós gjóska. Hraunrennsli var lítið og var einkum bundið við syðri enda sprungunnar. Ummerki gossins má finna sem greinilegt gjóskulag í jarð- vegi víða um land. Er það sama lag og Sigurður Þórarinsson nefndi Vlla og b og frjógreiningar gáfu til kynna að væri frá því um landnám, og kallaði Sigurður það því Landnámslagið. Hin tvískipta nafngift Sigurðar er vegna þess að víða má finna ljósu gjóskuna frá suðvestur- hluta sprungunnar undir eða neðar- lega í dökku gjóskunni og er því gjóskulagið yfirleitt auðþekkjanlegt og gott leiðarlag. Um nákvæman aldur gjóskulagsins er ekki vitað með vissu, en þess má geta að í ískjarna úr Græn- landsjökli hafa fundist merki um mik- ið gos árið 897 eða 898. Ingibjörg Kaldal 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.