Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 41
Erling Ólafsson og Siguröur H. Richter:
Húsamaurinn
(Hypoponera punctatissima)
INNGANGUR
Fram að þessu hefur verið talið, að
engir búmaurar (Hymenoptera, Form-
icidae) hefðu fast aðsetur hér á landi.
Sama virðist einnig eiga við um Fær-
eyjar (Kryger & Schmiedeknecht
1938), en á hinum Norðurlöndunum
eru slíkir maurar víða algengir og 64
tegundir þekktar (Collingwood 1979).
Einnar tegundar hefur þó verið getið á
prenti frá íslandi, en það er húsa-
maurinn Hypoponera punctatissima
(Roger, 1859), sem fundist hafði í
gróðurhúsi að Laufskálum í Stafholts-
tungum (Petersen 1956). Ýmsar fleiri
tegundir hafa borist hingað með varn-
ingi frá útlöndum, bæði austan hafs og
vestan, en ekki náð að ílendast hér.
Svo virðist sem húsamaursins verði
ekki frekar vart hér fyrr en árið 1974,
að hann finnst á tveimur stöðum í
Reykjavík.
Síðan hefur maursins orðið vart í
stöðugt ríkari mæli í híbýlum á
Reykjavíkursvæðinu og víðar um
land. Sums staðar hefur hann orðið
meiriháttar vandamál. Af þeim sökum
hefur verið reynt að afla vitneskju um
tegundina úr erlendum ritum, sem
mætti koma að gagni við að stemma
stigu við þessum óvelkomnu gestum.
Svo virðist sem húsamaurinn sé ekki
til ama annars staðar í heiminum og er
því lítið fjallað um hann í ritum um
meindýr. Þekking á lífsháttum tegund-
arinnar virðist einnig vera af skornum
skammti. Hér verður gerð grein fyrir
helstu upplýsingum, sem tekist hefur
að safna saman um tegundina.
ÚTBREIÐSLA OG LÍFSHÆTTIR
Húsamaurinn er útbreiddur víða um
heim, einkum í hitabeltinu, í heit-
tempruðu beltunum og í hlýrri hluta
tempruðu beltanna, en þar lifir hann
úti í náttúrunni. Hann lifir því víða
utanhúss í Evrópu sunnanverðri. Teg-
undma er einnig að finna í norðan-
verðri Evrópu, en hún verður sjald-
séðari eftir því sem norðar dregur og
þrifst þá helst á stöðum, sem bjóða
upp á nægan raka og hlýju, t.d. í
haugum rotnandi jurtaleifa, á sorp-
haugum, í sagbingjum við sögunar-
myllur og einnig innanhúss (Colling-
wood 1979). Kjörhiti húsamaursins er
talinn vera um 25°C (Skött 1971).
Sennilega er þessi útbreiðsla teg-
undarinnar í Evrópu ekki ný af nál-
mni. í Bretiandi hafa fundist leifar
húsamaura í 1500 ára gamalli skólp-
leðju (Collingwood 1979). í Dan-
mörku fannst húsamaurinn fyrst um
miðja síðustu öld, í Finnlandi árið
1872, í Noregi 1942 en í Svíþjóð ekki
fyrr en 1953. Ekki er þó talið ólíklegt,
að tegundin hafi verið lengur í Skand-
inavíu en þessi ártöl gefa til kynna, þar
sem hún er bæði sjaldgæf og torfund-
in. Flest bendir til þess, að norðanverð
139
Náttúrufræöingurinn 55(3), bls. 139-146, 1985