Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 42
Evrópa sé í raun utan hinna uppruna- legu heimkynna húsamaursins og að hann sé þangað kominn meira eða minna fyrir tilstilli mannsins (Holger- sen 1943, Forsslund 1957, Skptt 1971). Maurar þessir eru taldir meðal frumstæðustu mauranna. Þeir eru rándýr, sem lifa einkum á öðrum smá- dýrum. Þeir mynda bú, eins og aðrar búmaurategundir, með hundruðum eða jafnvel þúsundum einstaklinga. í búunum eru drottningar, vinnudýr (þernur) og karldýr. Drottningarnar (1. mynd) eru stærstar, 3,5—3,8 mm, vinnudýrin 2,5—3,2 mm og karldýrin 3,4—3,6 mm. Litur er breytilegur, rauðgulur til dökkbrúnn. Öll dýrin eru vængjalaus nema ófrjóvgaðar drottningar. Þær hafa vængi, sem þær missa, er frjóvg- un hefur átt sér stað. Drottningarnar eru auðþekktar á því að hafa áberandi stærri augu en þernur og karldýr. Hin síðarnefndu eru hins vegar áþekk, þernur hafa þó lítinn gadd á aft- urenda, sem karldýrin hafa ekki. Á karldýrum má greina hluta kynfær- anna á afturendanum. Ekki hefur tekist að finna upplýsing- ar um það, hvort fleiri en ein drottning sjái um fjölgunina í hverju búi. Það er þó ekki óhugsandi, að þær geti verið allmargar. Skyld tegund, Ponera co- arctata (Latreille), sem einnig finnst í nágrannalöndunum, myndar mjög fá- liðuð bú, þar sem vinnudýr eru aðeins 12-35. Drottningar eru samt tvær til þrjár (Collingwood 1979). HÚSAMAURINN Á ÍSLANDI Eins og áður er getið fannst tegund þessi fyrst hér á landi í gróðurhúsi í Borgarfirði. Okkur er ókunnugt um hvaða ár það var, en það var a.m.k. fyrir 1956, er þess var getið á prenti (Petersen 1956). Frá árinu 1974 til ársloka 1984 höf- um við haft spurnir af húsamaurum í nokkrum tugum húsa hér á landi. I 1. töflu eru tilgreindir þeir staðir á landinu, sem okkur er kunnugt um að húsamaurar hafi náð fótfestu á fram til ársloka 1984. Einnig er þess getið í hve mörgum húsum maurarnir hafa fund- ist á hverjum stað (skv. okkar vitn- eskju) og hvaða ár kvörtun barst það- an fyrst. Það er sameiginlegt flestum þessara tilfella, að maurarnir hafa komið upp í kjöllurum eða jarðhæðum húsanna, einkum í bað- og þvottaherbergjum. Bú hafa fundist í kyndiklefum og hol- rúmum inni í baðherbergjum. Oftast hafa maurarnir komið út um sprungur eða göt í gólfi eða veggjum, þar sem leið er greið upp úr húsgrunni. Upp- fylling undir gólfplötu sígur gjarnan með árunum og myndast þá holrúm undir henni, þar sem dýrin geta haft bú sín. Oft hefur það sannast, að skólplagnir í þessum húsgrunnum hafa verið laskaðar eða lekar, en samskeyti losna gjarnan í sundur er uppfylling sígur. Einnig hafa gamlar lagnir stund- um náð að morkna í sundur. Fyrir þessa raka- og hitasæknu tegund eru skilyrði því ákjósanleg við þessar að- stæður, nægur raki og æskilegur hiti, einkum þar sem frárennsli hitaveitu er leitt niður í skólplagnirnar. Æti ætti ekki að vera af skornum skammti, þar sem þannig háttar til, því að mörg önnur smádýr eru vís til að sækja á slíka staði. Þá er ekki fráleitt að ætla, að maurarnir geti nýtt sér þann lífræna úrgang, sem skólplagnirnar hafa upp á að bjóða, þótt ekki verði það fullyrt. í verstu tilfellum koma maurarnir fram í dagsljósið í hundruðum eða jafnvel þúsundum. Oft er mjög mikið af dýrunum í nokkurn tíma, en þeirra verður síðan lítið vart langtímum sam- an. Virðast þau koma fram á ýmsum 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.