Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 47
skaðsemi húsamauranna, en hvim- leiðir geta þeir verið þegar drottning- arnar ungu skríða fram svo hundruð- um eða þúsundum skiptir. Húsa- maurarnir hafa eiturgadd eins og aðrar búmaurategundir. Ekki er okknr kunnugt um, að hann geti unnið á mannshúðinni. Dæmi eru þó til þess, að íbúar húsa þar sem maurar hafa náð bólfestu hafi kvartað undan út- brotum, hver svo sem orsökin hefur verið. Það er heldur ekki útilokað, að maurar þessir geti borið með sér óþrifnað neðan úr skólpinu. Þar sem flestir íslendinga gera einnig mjög ákveðnar kröfur um, að íbúðarhús- næði sé að mestu laust við skordýr, er húsamaurinn á góðri leið með að verða talsvert vandamál hér á landi. Fæstir sætta sig við að hafa þessa gesti til frambúðar inni á heimilum sínum. Menn skulu þó hafa það í huga, að tilvist þeirra bendir sterklega til þess, að lagfæringa sé þörf á frá- rennsli húsanna. Til þess að ráða nið- urlögum mauranna þarf að uppræta búin, en það er oftast örðugleikum háð. Stundum virðist eitrun hafa dug- að, hversu varanlegt sem það svo kann að reynast. Það er vissulega einnig reynandi að fylla með þéttiefnum allar sprungur í gólfplötu eða rifur með nið- urföllum og rörum, þannig að maurarnir komist ekki inn í íbúðina. Þetta leysir að vísu ekki stærsta vandann, sem í mörgum tilvikum er laskaða skólplögnin. Að sjálfsögðu er mikilvægast, að hún verði lagfærð og því síðan fylgt eftir með öflugri eitrun. Það getur kostað verulegt rask bæði á íbúð og högum fólks, en víst er að það gengur ekki til frambúðar, að skola öllu frárennsli niður undir gólfplöt- una. Eins og ástandið hlýtur að vera í frárennslismálum í eldri íbúðahverfum í Reykjavík má búast við því, að húsa- maurinn skjóti upp kollinum æ víðar á komandi árum. ÞAKKIR Helgi Hallgrímsson veitti okkur góðfúslega upplýsingar um húsamaura sem borist hafa Náttúrugripasafninu á Akureyri. Skulu honum þakkir færð- ar. HEIMILDIR Collingwood, C.A. 1979. The Formicidae (Hymenoptera) of Fennoscandia and Denmark. — Fauna Ent. scand. 8: 174 bls. Forsslund, K.-H. 1957. Svenska myror. 15-19. - Ent. Tidskr. 78: 32-39. Holgersen, H. 1943. Ponera punctatissima Rog. (Hym. Form.) funnet i Norge. — Norsk ent. Tidsskr. 6: 183-186. Kryger, I.P. & O. Schmiedeknecht 1938. Hymenoptera. — Zool. of the Faroes 43: 1-108. Larsson, S.G. 1943. Myrer. — Danmarks Fauna 49: 1-190. Petersen, B. 1956. Hymenoptera. — Zool. of Icel. 3 (49-50); 1-176. Skptt, C. 1971. Nye danske fund af myren Ponera punctatissima Roger (Hym., Formicidae). - Ent. Meddr. 39: 44- 47. 145

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.