Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 21
NÁTTÚRUFR Æ ÐIN G U R1N N 131 Nu birtist í sumar grein, sem virðist varpa nýju 1 jósi á aldur skelja- laganna (°). Þar segir, að haíkóngur (Neptunea despecta) liai'i aðeins lifað í Kyrrahafi fram undir lok plíósens, en sleppi þá gegnum ný- myndað Beringssund inn í Norðuríshaf og norðanvert Atlantshaf, og komi fram í Evrópu nærri upphafi pleistósens, nánar tiltekið í þeim lögum, sem nú eru talin til alelzta pleistósens. Þessi tegund birtist í efstu deild neðri Tjörnesseta (Cardium groenlandicum deild) ásamt ýmsuin norrænum tegundum (7) og líkur benda þannig til, að liér sé komið að upphafi framlengda ísaldatímans. Þessi lági aldur setlaganna og hækkaður aldur dalanna virðist nú ekki sain- rýmast því að setlögin séu eldri en dalirnir. Hér verður að snúa hlutfallinu við. Meginþættirnir í sögu Tjör- nessvæðisins gætu þá orðið þessir: Eldra dalaskeið hefst með risi landsins vestan Bárðardals, en eystra lielzt láglendi. Þar varð þó eitthvert jarðlagarask og eyðingin á eldra dalaskeiðinu þurrkar þar út lnaunaflokka svo að mjög er nú erfitt að rekja þessi lög. Síðla á eldra dalaskeiðinu hófst það sig á Tjörnesi, sem leiddi lil mynd- unar hinna þykku eldri setlaga. Er lögin höfðu þakist hraunum („miðbasaltið") varð snörun. Nú mun komið að myndunarskeiði liins almenna strandflatar og á því skeiði eru snöruðu lögin skorin og sniðin ofan af breiðri spildu. Á eyðingarflötinn leggjast síðan Breiðuvíkurlög, sem loks þekjast öfugt segulmögnuðum hraun- unt og er þar líklega komið að upphafi klassiska ísaldatímans. HEIMILDARRIT - REFERENCES 1. llelgi Pjeturss. Ora Islands Geologi. 1905. 2. Jakob Lindal. Drangey oghvernighún er lil orðin. Náttfr. 11, 1941, S. 41-4G. 3. Trausti Einarssón. Landslag á Skagafjallgarði, rayndun þess og aldur. Náttfr. 28, 1958, S. 1—25. 4. A. Roche. C. J{. 256, 1953, S. 107. 5. Trausli Einarsson. A Survey of tlie Geology of the Area Tjörnes — Bárðar- dalur. Rit Vís. ísl. XXXII. 1958. G. D. M. Hopkins. Cenozoic History of the Bering Land Bridge. Science, 5. júní 1959, S. 1519. 7. Guðmundur G. tíárðarson. A Stratigrapliic Survey of thc l’liocene Deposits at Tjörnes, in Northern Iceland. Kbh. 1925.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.