Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 24
132 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui ii iii iii iii iiiiui 11111111 iii iii iiiiiii iii iiiuiii iii in in iii iiiiiiiiiiiiiiiiiim iii iiiiiiiiim iii iii ii ii iii ii iiiiii iii iii iiii Guðnasonar símastjóra og annara, er hlut áttu að máli, var fiskurinn sendur Náttúrugripasafninu, svo vel fleginn, að von er til að hann geti orðið „settur upp“ og sýndur áður langt um líður. Þegar fiskurinn kom, sýndi það sig fljótt, að það var hinn al- gengi N.-Atlanzhafs-sverðfiskur, og þar með fengin full vissa fyr- ir því, að hann hafi sýnt sig hér við land, og örugg undirstaða undir ýmsum upplýsingum um hann. Sverðfiskurinn (Xiphias gladius, L.) er mikill fiskur, einn af stærstu beinfiskum heimsins, allt að .4 m á lengd (þessi var ca 2,8 m) og 150—200 kg, eða jafnvel 300 kg. í útliti og að stærð líkist hann helzt túnfiski og hámeri, sporðurinn líkur þrínættum mána, fremri bakuggi og eyruggar oddmjóir og bognir(líkt og bjúgsverð), augun stór, munnurinn lítill og tannlaus. En það sem einkennir hann allra mest er hin langa beintrjóna, sem er nál. 1/3 af lengd fisksins og hann hefir fengið nafn sitt af.1) Hún er úr hörðu beini, mjó og flöt, eins og tvíeggjað sverð, og er bæði högg- og lagvopn, sem hann kann að beita svo vel, að hann er stór-hættulegur jafnvel veikbyggðum bátum, eins og þeir eru oft í heitum höfum, rekur ekki aðeins bátinn í gegn, heldur jafnvel mennina, sem á honum eru. Hann rekur sig stundum á stór skip með svo miklu afli, að sverðið gengur inn í gegnum látúnshúð og byrðing skipsins og inn í innviði þess. Vill sverðið þá brotna, og situr þá það, sem brotnaði af, eftir í „sárinu“. Liturinn er dökkblár eða bronzi-brúnn að ofan, silfurgrár að neðan; hreistur er ekkert, en roðið er hrufótt af smáum kalkörðum. •— Tennur eru engar í fullorðnum fiskum, en í uppvextinum er hann tenntur og með kviðugga, sem hverfa síðar. Þá eru líka báðir skoltar jafnlangir, en seinna vex sverðið, án þess að neðri skolturinn lengist nokkuð verulega.2) 1) Nafnið „sverðfiskur" þekkist líka hér á landi, sem eitt af nöfnunum á háhyrnunni, en þar er það dregið af horninu. 2) í heitum höfum er skyldur fiskur, sem nefnist Histiophorus.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.