Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 55 um kemur úði eða súld úr skýjum, sem verða til með þessum hætti. Oft er það, að þokuskýin ná ekki til jarðar, og stafar það af því, að neðslu loftlögin eru þurrari en þau efri. Þá er það algengt, að ský verði til með svipuðu móti og þokurnar við Nýfundna- land, við það að hlýtt og rakt loft streymir yfir annað kaldara loftlag. Loftið í hlýja loftstraumnum kólnar þá við snertinguna, vatnsgufurnar í því þéttast og verða að skýjum. Oft er takmarka- 3. mynd. Mariutásur. flötur loftlaganna öldumyndaður, og mynda skýin eða skýja- hnoðrarnir þá raðir með geilum á milli. Mikilvirkasti kælingarmátinn cr fólginn í uppstreymi loftsins. Eins og kunnugt er, er loftið eftir því kaldara sem liærra dregur frá jörðu, að vísu ekki nema upp í um það bil 8—10 km liæð. Þessi kæling nemur að jafnaði rúmlega % stigi á hverjum 100 metrum. Þegar þurrt loft streymir upp á við, kólnar það meira en þetta, eða um 1 stig á hverjum 100 metrum. Þegar loftið er orðið mettað og vatnsgufan tckur að þéttast, verður kælingin hægari, ekki nema um % stig, og stafar það af því, að þegar vatns- gufan þéttist, gefur hún frá sér hita, sem uemur 540 hitaeiningum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.