Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 57 að hlutir vökna ekki, og sama máli gegnir um „þurra“ þoku. Þegar þokan er „vot“, eru droparnir orðnir stærri, en þó ekki svo stórir, að vér finnum dropaskil. Hlutir vökna líkt og i áfalli eða dögg. Þegar þvermál dropanna er farið að nálgast Vio úr mm, þá getum vér aðgreint þá, og þá köllum vér úrkomuna úða eða súld. 1 venjulegri rigningu er algengasta dropastærðin nun, en gelur verið meiri eða minni. Stærslir eru droparnir i áköfum skúrum og geta orðið allt að 5.5 mm. Eftir því sem drop- arnir stækka, verður fallliraði þeirra meiri, en vegna mótstöðu loftsins nær liann þó aldrei nema 8 m/sek. Og það að droparnir verða ekki stærri en 5.5 mm í þvermál stafar af þvi, að stærri 4. mynd. Rólstrar. dropar, sem myndast kunna, sundrasl í fallinu vegna hraðans, áður en þeir komasl alla leið lil jarðar. Þess var áður getið, að hinir örsmáu dropar gufuðu upp, er þeir kæmu niður fyrir skýið. Þetta gildir ekki um rcgndropana, a. m. k. ekki um þá stærri, því að þeir geta farið alllanga leið gegnum (iltölulega þurrt loft, og venjulega falla þeir úr skýjum, sem eru allt að 1—2 km frá jörðu. Um úðadropa er öðnt rnáli að gegna, skýin, sem framleiða þá, eru miklu neðar. Nú má vera, að einhver spyrji: „Hvernig má það verða, að rigni í 2—3 stiga hita, eins og oft á sér stað, ef regndroparnir koma úr skýjum í 1—2 km hæð, þar sem liitinn hlýtur að vera nokkrum stigum fyrir neðan írostmark?“. Þetta stafar af þvi, að vatn getur kólnað allmikið niður fyrir frostmark án þess að frjósa, og er það nefnt undirkælt vatti. Þelta kemur einmitt oft fyrir uppi i skýjunum, sem eru iðulega

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.