Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 12
58 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN samsett af undirkældum vatnsdropum. Undirkæld ský liggja stundum mjög nálægt jörðu, eins og sjá má á því, að stundum er úðarigning í frosti. Þegar þessir undirkældu dropar falla á fasta hluti, t. d. símastaura eða þræði, flugvélar o. s. frv., breyt- ast þeir samstundis i ís, og er það nefnt ísing. En eins og kunn- ugt er, stafar flugvélum einmitt mikil hætta af henni. Snjór og hagl. Þótt stundum rigni undirkældum dropum, er hitt þó algengara, að úrkoman taki á sig aðrar myndir í frosti. Tiðust þeiri-a er snjórinn. Snjókornin eru mjög margbreytileg að gerð, en öll eru þau samsett af örsmáum ískrystöllum, sem skipa sér í sexstrendar sljörnur, á mjög listrænan hátt. Ilviti liturinn stafar af því, að loft er á milli ískrystallanna (smbr. sjávarlöður), eins og m. a. má sjá af því, að þegar snjó er þjapp- að nógu mikið saman, verður hann að glærum ís. Vegna loftsins eru snjókornin miklu léttari en regndropar og falla því hægt til jarðar. Slydda eða bleytuhríð er ekki annað en hálfbráðnuð snjókorn, og stundum er úrkoman þannig, að samtímis falla til jarðar snjókorn og regndropar. Þá er eftir að minnast á liaglið. Talið er, að það verði til, þegar kæling loftsins og þétting vatnsgufunnar er óvenjulega ör. Til eru þrjár gerðir af hagli, og eru varla nema tvær þeirra þekktar hér á landi: 1) Snjóhagl kemur, þegar hiti er nálægt frost- marki, þ. e. a. s. sjaldan eða aldrei að sumrinu. Snjóhaglkornin eru nærri hnöttótt snjókorn, livit, þurr og mjúk og jafnvel laus í sér, svo að þau vilja sundrast, ef þau lenda á hörðu. Þau geta orðið á stærð við matbaun. 2) Hagl kcmur, þegar hiti er nokk- uð yfir frostmarki, oft i sumarhilum. Haglkornin eru þakin íshúð að ulan, en innan undir henni er korn af sömu gerð og snjóhaglið. 3) Loks er svonefnt íshagl eða þrumuhagl, sem oft er samfara þrumuveðrum erlendis. Þessi haglkorn eru stund- um alveg glær, en stundum eru þau mynduð af glærum islögum og ógagnsæum snjólögum á víxl hverju utau yfir öðru. Þau eru stundum hnöttótt en stundum eins og óreglulega lagaðir ís- klumpar. Stærð þeirra er ákaflega mismunandi, og þau geta orðið ótrúlega stór. Stundum heyrist talað um haglél, þar sem kornin eru á stærð við hænuegg. Og dæmi eru þess, að fallið hafa í hagléli mörg haglkorn um og yfir 1 kg að þyngd og allt að 3 pundum, enda voru þau um 15 cm í þvermál. Slík haglél, og þótt ekki séu svona tröllsleg, eru auðvitað stórhættuleg mönn- um og skepnum og jafnvel mannvirkjum, og það er hreint ekki sjaldgæft, að þau eyðileggi á fáeinum minútum heila akra. Þeim
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.