Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
59
er alltaf samfara ákaft þrumuveður. Þessi tegund hagls kemur
sjaldan eða aldrei hér á landi.
Isský. Ský, sem myndast mjög hiátt frá jörðu, eða annars-
staðar þar sem frost er mikið, eru samsett af eintómum ísnálum
eða ískrystöllum. Um lögun þessara ískrystalla gefur rosabaug-
urinn og fyrirbrigði honum skyld allnákvæmar upplýsingar.
Loftteikn þessi verða til, er ljósgeislar fara gegnum ísský,
á þann liátt, að geislarnir frá sólu eða tungli brotna eða end-
urkastast í skýjakrystöllunum. í löndum heimskautabeltanna
„rignir“ stundum einskonar ísnálum.
Hæð skýjanna. Alþýða manna gerir sér mjög óljósa og ofl
alranga hugmynd um liæð skýjanna, halda að þau séu mikhi
hærra en raun er á. Ský, sem ná niður á fjöll, þurfa þó ekki að
válda oss neinum heilabrolum. Hitt er auðvitað erfiðara að gizka
á, og raunar ókleift með öllu nema með mikilli æfingu, liversu
Iiátt þau ský eru, sem eru ofar öllum fjöllum. Þar verða mælingar
að leiða sannleikann í ljós. Slíkar mælingar eru nú orðnar auð-
veldar, og þær sýna oss, að ldósigar og blikur, sem eru hæst allra
skýja, eru ekki nema 8—10 km frá jörðu. Það er m. ö. o. ekki
nema hægur tveggja tíma gangur upp í hæstu ský, miðað við
fjarlægðirnar á yfirborði jarðar, og það er harla lítið. Eftir sama
mælikvarða væri ekki nema tveggja daga ferð upp í norðurljós-
in, sem eru að jafnaði í 100 km hæð frá jörðu.
Að vísu sjást stöku sinnum ský, sem eru miklu hærra en kló-
sigar, í nokkurra tuga km hæð, og nefnast perulmóðurský, og
er enn óvissa ríkjandi um það, hvernig þau verði til.
Við veðurathuganir eru skýin flokkuð m. a. eftir hæð þeirra
frá jörðu, og kölluð eftir því háský, miðský og lágský. Háský
eru þau ský lcölluð, sem eru í 6 ltm. hæð eða meira, miðský þau,
sem eru milli 2 og 0 km, en lágský fyrir neðan 2 km. Þessi að-
greining er að vísu ekki nákvæm, því að skýjategund, sem talin
er heyra undir miðský, getur komist nær jörðu en 2 km.
Hreyfing skýjanna. Mjög er það sjaldgæft að sjá enga lireyf-
ingu á skýjunum, ef horft er á þau um stund. Helzt eru það hæstu
skýin, klósigarnir, sem oft sýnast standa grafkyrr, enda eru þau
lengst i burtu, og fyrir það þarf hreyfing þeirra að vera meiri
en á lægri skýjum, til þess að hún verði greind. Það þarf oft að
horfa margar mínútur á sama skýjahnoðrann, til þess að hægt
sé að greina nokkra hreyfingu á honum, og jafnframt þarf auð-
vitað að hafa einhvern fastan hlut til að miða við. Einföld aðferð
til að sjiá hreyfingu skýjanna er að reka hrífuskaft niður í jörð-