Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
63
iðulega svonefndar liitaskúrir og hitaþrumuveður á lieitum sum-
ardögum í tempruðu beltunum, meira að segja hér norður á fs-
landi er slíkt ekkert einsdæmi. Rétt er að benda á það, að svona
skýja- og skúramyndanir verða ekki yfir sjó, vegna þess að sjór
og vatn hitnar mjög litið að deginum, þrált fyrir sterkt sólskin.
En fjöll stuðla hinsvegar mjög að myndun skúraskýja, því að
þau örfa uppstreymið og knýja loftið jafnvel til að leita upp á
við. Það er iíka gamalkunnug staðreynd, að fjöllin „draga að
sér skúrirnar'.
En flest skúraský og þrumuveður liér og annarsstaðar í kald-
lempruðu beltunum eiga sér aðra sögu. Yfir heimskautasvæðun-
um hvílir að jafnaði kalt loft, sem er í jafnvægi, svo sem fyrr er
sagt, enda fylgir því allajafna þurrt veður og bjart loft. En þetta
loft tekur þátt í hinni stöðugu hringrás loftsins heimskautanna
á milli, og leitar því von bráðar í áttina til miðjarðarlinu. En á
leið sinni þangað hitnar það æ meir og meir að neðan, ]jví að
Iandið eða höfin, sem það fer vfir, verða alltaf hlýrri og hlýrri.
Af þessu stafar röskun á jafnvægi, eins og lýst var áðan, upp-
streymi hér og þar og þarafleiðandi skýjamyndanir, bólstrar
eða skúraflókar. Skúrir þau og él, sem fylgja útsynnings-
veðráttu hér á landi, eru einatt af þessum toga spunnin. Þar
er á ferð heimskautaloft, enda þótt það komi úr suðvestri. En
það er raunverulega lcomið norðan að, hefir átt þátt i myndun
lægðar og orðið hluti af henni, streymir fyrst suður eftir vestan
við liana, en beygir síðan til austurs og norðausturs og eltir hana
á leið sinni austur á bóginn, og gerir vart við sig hér, þegar sjálf
lægðarmiðjan er að fara yfir eða framhjá. Og með því að kalda
lofið á „bak við“ lægðina nær yfir stórt svæði, getur skúraveðrið
haldizt klukkustundum eða dægrum saman, en að vísu með löng-
um uppstyttum og heiðríkjubilum, sem gefa til kynna, að á milli
skýjanna eigi sér ekkert uppstreymi stað og jafnvel að loftið
leiti þar niður.
b. Hið jafna uppstreymi á sér alll aðrar rætur. Það stafar ekki
af röskun jafnvægis, heldur af mótstöðu, sem loftstraumurinn
verður fj'rir og neyðir hann til að leita til lofts. T. d. geta fjall-
garðar eða hálendi veilt slíka mótstöðu, en mótslaða sú, sem er
völd að myndun bliku og grábliku, er önnur.
Allir vita, að tveir misþungir vökvar eða tvær misþungar loft-
tegundir eru í jafnvægi, þegar þyngra efnið er undir en það létt-
ara yfir, svo framarlega að þau blandist ekki saman. Markaflöt-
urinn á milli þeirra er þá láréttur, en þó því aðeins, að engir