Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 67 Oft er það, að hnoðrarnir i dröfnu- og netjuskýjum liggja í röðuni, stundum bæði langsum og þversum. Nú eru þessi ský venjulega á mörkum tveggja misheitra loftstrauma, og er sá hlýrri ofan á. Hafa þeir oft mismunandi stefnu. Flestir loft- straumanna eru hylgjumyndaðir, eitllivað áþekkt hafhylgjum. Sýna raðirnar þá, livernig hylgjurnar liggja, og ennfremur hversu langt er á milli þeirra, því að skýjahnoðrarnir svara til bylgju- toppanna, en geilarnar á milli þeirra til dalanna. Jón Jónsson, Þjósárholti: Tvö merkileg öskulög. Ennþá hefir fátt verið birt um athuganir öskulaga í íslenzlcum jarðvegi. En þau eru þó út af fyrir sig afarmerkileg lieimild um ýmis eldgos, útbreiðslu þeirra og aldur jarðvegsins. Það er vissu- lega ekki á mínu færi að skrifa um þessi málefni, svo að til gagns megi verða. til þess skortir mig hæði kunnugleik og þekkingu. En tvö atriði vildi ég leyfa mér að henda á hér, sem ég álít svo merki- leg, að ekki megi gleymast, og orðið gæti þeim til leiðheiningar, sem frekar athuga þessa hluti. Sumarið 1939 vann ég við uppgröft bæjarrústanna á Stöng í Þjórsárdal. Kom þar i ljós, að hærinn hefir farið í eyði af ösku- falli. Sást alls staðar, Jíar sem grafið var meðfram útveggjum bæj- arhúsanna 25—30 cm þykkur skafl af grófum vikri, sem svo smá- þynntist út frá veggjunum. En inni í tóftunum sjálfum var lag af fingerðu dusti 5—6 cm þykkt ofan á gólfskáninni og um allt hús- ið. Mun það hafa rokið inn í húsin, meðan þau stóðu uppi, en þökin vörnuðu grófa vikrinum að komast inn. — Þetta vikurlag, sem er gráhvítt að lit, er auðvelt að rekja alls staðar, J)ar sem jarðvegur hefir frá upphafi verið óraskaður af völdum vatns og vinda um ofanverða Landsveil og Ilreppa og víðar. Þar sem vikurinn hefir fallið á jafnsléttu í Þjórsárdal og efri hluta Land- sveitar, er lagið nú um 10 cm þykkt, og víðast livar með allt að 2 cm molastærð eða jafnvel meiri. Þegar vestar dregur, verður J)að hæði J>ynnra og smágerðara. T. d. hjá Þjórsárholti í Gnúp- verjalireppi er það um 5 cm þykkt. Undir ])essu hvíta vikurlagi er J>unnt moldarlag, víðast 5—6 cm þykkt. Þá tekur við annað öskulag, ólíkt að útliti J>vi, sem áður var 5*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.