Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 26
72 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN langan líma, heldur hljóp í kekki á leiðinni. I Evrópu var því eld<i annað fyrir hendi en þnrrkaður safinn, en við liann var ekk- ert hægt að gera fyrst í stað. Þó lieppnaðist hráðlega að leysa kát- sjúkið upp, og var þessi kiátsjúkupplausn notuð til jjess að húa til ýmsa muni, t. d. vatnsslöngur. En upplausnin var einnig borin í vefnað, og fékkst vefnaðurinn þá vatnslieldur. Iiátsjúkið var þó mesta vandræðavara, í kulda var það hart, en í hita mjúkt og lím- ugt. Það liefði þvi ekki orðið til mikils gagns fyrir mannfólkið, ef ekki hefði verið gerð merkileg uppfinning i sambandi við það, fyrst árið 1832 af Þjóðverjanum F. Líidersdorf, árið 1838 af Amer- ikananum Charles Goodyear og 1843 af Englendingnum Th. Iian- cock. Menn þessir voru óháðir hver öðrum með uppfinningu sína, að því er bezt verður vitað, og áreiðanlega tveir þeir fyrstu. En þessi uppfinning er í því fólgin, að blanda í kátsjúkið brennisteins- dufti og hita blönduna síðan upp yfir hræðslumark brennisteins- ins, sem er 114° C. Við þelta breytast eiginleikar kátsjúksins mjög mikið, það helzt nú mjúkt og teygjanlegt, þótt það sé kælt niður fyrir 0° C, og þólt það sé hitað upp yfir 100° C, það er orðið sterkara, það þolir hetur láhrif lofts og ýmissa annarra efna o. s. frv. Þessi aðferð, að blanda brennisteini i Iirátt kátsjúkið og hita það síðan, er kölluð vúlkanísering, og með vúlkaníseringunni myndast úr kátsjúkinu sú vörutegund, sem í daglegu tali er kölluð gúmmí. Þótt Goodyear liafi ekki verið fyrstur til að finna upp vúlkaní- seringu á kátsjúki, þ. e. a. s. fyrstur til framleiðslu á gúmmii úr kátsjúki, þá varð uppfinning hans þó fyrst kunn og hafði þann- ig mest láhrif bæði hér í álfu og i Ameriku. Goodyear þessi er sagður liafa verið að ýmsu leyti undarleg- ur maður. Hann sat löngum í skuldafangelsi, og sagt er, að hann hafi aldrei efnazt, þótt hann hafi gert eina af merkustu uppfinn- ingum sinnar aldar. En í skuldafangelsinu hefir hann liaft nægan tíma til að hugsa um kátsjúkið, og er sagt, að hann hafi alltaf borið stykki af því á sér. Hann prófaði á þvi allt, sem liugsazt gat, og blandaði í það öllum þeim efnum, sem liann náði til. Þar á meðal liafði hann einu sinni fengið dálítið af brennisteinsdufti; þessu dufti hellti hann, eins og öllu öðru, út í lieita kátsjúkupp- lausn, en þar með hafði hann leyst uppgáfu lifs síns. Nú var gagns- litið kátsjúkið orðið að hentugu og mikilsverðu efni, sem fór sig- urför um heiminn. Það er sagt, að árið 1842 hafi verið sýnd sýnishorn af Goodyear- kátsjúki í London. Hancock, sem áður var nefndur, var þá ungur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.