Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 73 efnafræðingur í London. Hann á að hafa séð þessi sýnishorn og fengið vitneskju um, hvernig þau voru til orðin. Árið eftir fór hann fram á, að sér yrði veitt patent á þessari meðhöndlun kát- sjúksins, sem liann nefndi vúlkaniseringu. Englendingar veittu Hancock patentið, en i öllum öðrum löndum var Goodyear veilt það. En hvernig sem þessu kann að liafa verið varið, þá varð Han- cock brautryðjandi um rannsóknir á kátsjúki og meðhöndlun þess með brennisteini. Og það var liann, sem fann upp harðgúmmiið eða ebónilið, sem er mjög henlugt efni í marga muni og til raf- magnseinangrunar. II. Með athugunum Goodyears og Hancocks byrjar nýr þáttur í sögu kátsjúksins. Árið 1836 voru notuð 121 tonn af kátsjúki, og um það leyti, sem Goodyear og Hancock gera athuganir sinar, voru árlega notuð um 400 tonn af kátsjúki í öllum heiminum. Tíu árum siðar var notkunin orðin 3000 lil 1000 tonn á ári, eða næstum tiföld. 1 hyrjun þessarar aldar var árleg notkun komin upp í 50.000 tonn, árið 1925 upp yfir 500.000 tonn, og árið 1931 var notað meira en 1 milljón tonna af kátsjúki. Kátsjúk var upphaflega ekki til annars nýtilegl en að vera notað í strokleður — þess vegna heitir kátsjúk á ensku ruhber —, i regn- kápur, vatnshelda skó, bolta o. s. frv. Kátsjúkið var að vísu notað í þessa muni, en þeir voru þó lil litillar ánægju fyrir eigendurna. En með vúlkaniseringu kátsjúksins voru því skapaðir nýir og ó- íyrirsjáanlegir möguleikar, og var þá þegar farið að búa til úr því liina margvislegustu muni. En mesta lyftistöng fyrir kátsjúk- iðnaðinn varð þó bíllinn og rafmagnið, og siðar flugvélin, en bilsins og rafmagnsins fór fyrst að gæta iil muna um og eftir síð- ustu aldamót. Sá bíil kæmizt ekki á 50 til 100 km liraða yfir mis- jafnan veg, sem ekki væri á hjólum brydduðum með gúmmii fylltu með lofti, og hin fjölmörgu rafmagnsáhöld, sem notuð eru í lieimahúsum, á verkstæði og í verksmiðjum, væru ekki eins þægileg og henlug og þau eru nú, ef þau væru ekki tengd við fasta rafmagnsleiðsluna með beygjanlegum, en þó vel einangruð- um rafmagnsleiðslum; þess vegna eru áhöldin hreyfanleg staíf úr stað, meðan verið er að nola þau, og þau eru tengd rafmagn- inu. Og það sérkcnnilega við gúmmíið er, að ekkert efni getur koniið í staðinn fyrir það að þessu leyti, svo að það sé nothæft

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.