Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 28
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN með góðum árangri í staðinn fyrir gúmmi. Enn er þess konar efni ekki fundið. Þeir munir, sem gerðir eru úr kátsjúki, eru nú orðnir svo fjöl- breytilegir, að með réttu er liægt að segja, að það fylgi mannin- um frá vöggu til grafar; hann er ckkj gamall, þegar hann byrjar að sjúga mjólkina í sig gegn uin túttu úr gúmmíi; til grafar er hann fluttur i bíl, sem rennur á hjólum úr gúmmíi; og á milli þessara tveggja merkisatburða í sögu livers manns líður varla sá dagur, að hann hafi ekki eitlhvað við gúmmí saman að sælda. Kátsjúk er fyrir löngu orðin pólitísk vörutegund, og stafar það af þvi, að kátsjúkið er sjaldgæft og ein af brýnustu nauðsynjum hverrar þjóðar. Höfum við nú á þessum árum orðið vottar að ó- friði, sem að miklu leyti var liáður vegna kátsjúksins. Ófullnægj- andi forði af kátsjúki eða vörum úr því eru að verða eitt af mestu vandræðamálum margra þjóða nú á þessum árum, og er þessi skortur þeim mun tilfinnanlegri, að ðkkert annað efni getur lcom- ið í staðinn fyrir það, svo að fullu gagni sé. Kátsjúkið er að því leyti sérstakt, og er ekki, svo ég niuni, liægt að nefna hliðstæð dæmi. En hvernig er þá hægt að fullnægja liinni síauknu eftirspurn eftir þessu sérstaka og sérkennilega efni? Upphaflega og meðan notkun kátsjúksins var tiltölulega lítil, var allt kátsjúk fengið af villtum trjám. Eins og áður er tekið fram, var það kátsjúk, sem fyrst var prófað til notkunar, fengið af parakátsjúktrénu, sem vex villt i héruðunum umhverfis fljótið Amazonas i Suður-Ameriku, og var þörfinni fyrir kátsjúk full- nægt frá þessum héruðum eingöngu allt fram á siðari hluta 19. aldar. Hinir lituðu ihúar Brazilíu voru sendir inn í frumskóginn til að tappa af trjánum. Ekkert var um það hirt, hvort tréð lifði stutt eða lengi, og ekkert um það hugsað, hvort nýtl tré yxi í stað þess, sem féll. Það var rekin hin venjulega rányrkja, þegar mis- jafnir rnenn komast yfir þann möguleika að græða mikið fé; þá er liugsað um liagnaðinn í dag, en ekkert skeitt um það, hver sé þörf framtíðarinnar. Trén féllu, og með hverju ári þurfti að fara lengra inn í frumskóginn til að ná í hina verðmætu vöru. En frumskógar hitabeltisins eru voðalegir, vatnið er baneitrað, sólin miskunnarlaus, en færðin um frumskógana er þó kannske óvið- ráðanlegust. Það varð því alltaf erfiðara og erfiðara að fá nokk- urn mann til þess að fara hinar hættulegu ferðir inn í frumskóg- ana, og um siðustu aldamót var ástandið orðið svo slæmt, að bandaríski konsúllinn í Rio de Janeiro sendi stjórn sinni þá lýs-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.