Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
75
ingu é ástandinu, að ef ekki væri hungursneyð í sjö ár af hverj-
um tiu, þá væri ekki hægt að fá menn til að safna kátsjúldnu. Með
öðrum orðum, hara ]>eir, sem sáu dauða sinn fyrir í heimkýnnum
sínum, voru fáanlegir til að hætta á ferðina inn í frumskóginn til
að safna kátsjúki.
En kátsjúk fæst úr fleiri plöntum en parakátsjúktrénu. Fyrir
aldamótin siðustu var unnið mikið af góðu kátsjúki úr viðar-
kenndum klifurjurtum, aðallega Kiehxia elastica. Þessar klifur-
jurtir vaxa villtar í Vestur-Afríku, aðallega í belgísku Kongó.
Það var verk þeirra negra, sem ekki höfðu verið seldir úr landi
til Bandaríkjanna í þrældóm, að safna kátsjúkinu. Ef negrarnir
lcomu ekki með nóg af kátsjúki, voru þeir húðsbýktir. Þeir hættu
því fljótt að skera í jurtirnar, til þess að tappa mjólkinni af þeim,
heldur hjuggu þeir stofninn í sundur, svo þeir gætu safnað sem
mestu af kátsjúki á sem styztum tima. Þessar klifurjurtir voru því
næstum gjörsamlega upprættar á mjög stuttum tíma.
En náttúran er gjöful. I Afríku og viðar vex fjöldi af plöntum,
sem hægt er að nota til framleiðslu á kátsjúki. í Asíu var ræktað
risa-fíkjutré eða gúmmítré, Ficus elastica, fyrir aldamótin síðustu,
og af því fengið töluvert af kátsjúki. Og kunnugt er um einar 500
plöntutegundir, sem mynda meira cða minna nothæfan kátsjúk-
mjólkursafa. En flestar eða jafnvel allar þessar plöntutegundir
eru þýðingarlitlar eða þýðingarlausar fyrir kátsjúkframleiðslu
heimsins að undantekinni einni, eða þeirri tegundinni, sem fyrst
gerði kátsjúkið frægt og upprunnin er i Brazilíu. Hún vex þó
ekki lengur i braziliskri mold, lieldur hinum megin hnaltarins, á
Ausfur-Indíum, og ekki villt i frumskógum, heldur á vandlega
hirtum ekrnm.
Á síðari helmingi síðustu aldar var notkun kátsjúksins þegar
farin að aukast til verulegra muna. En sérhver, sem fylgdist með
því, hvernig kátsjú'kið var unnið, hlaut að sjá, að trjánum, sem létu
mjólkursafann í lé, fækkaði stöðugt. Það voru því víða gerðar
lilraunir lil að rækta tré eða aðrar plöntutegundir, sem liægt væri
að nota til framleiðslu á kátsjúki. Þessar tilraunir misheppnuðust
þó allar að meira eða minna leyti, nema ein, og frá henni vildi ég
segja.
Árið 1871 birti ungur enskur plöntufræðingur, Henry Wick-
ham, rilgjörð um ferðalag um frumskóga Braziliu, sem hann
hafði tekizt á hendur. Þessi ritgjörð mun hafa verið lesin í liinni
frægu India Office í London, þvi að tilhlutun þessarar stofnunar
réð forstöðumaður trjágarðsins í Iíew hjá London Wickham til