Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 30
76 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þess að safna fræum af parakátsjúktrénu og flytja þau til London. Verkefnið var ekki auðvelt til lausnar, því Brazilíustjórn hafði orðið þess vör, að kátsjúkið var landinu gulls virði, og hafði hún þess vegna bannað útflutning á parakátsjúktrénu og fræum þess. Stjórnin gaf því nákvæmar gætur, að hann þetta væri ekki brotið. Wickliam varð því að vinna starf sitt með meslu leynd. Honum lókst þó að safna 70.000 fræum af parakátsjúktrénu, og þar sem nauðsynlegt var að flýta sem rnest flutningi þeirra, svo þau skemmdust ekki, var leigt sérstakt skip með þau. Með slyngu hugrekki og sumpart af lieppni tókst Wickham að koma fræun- iim óáreittur út fyrir yfirráðasvæði Brazilíustjórnar og síðan til London. Fræunum var sáð í Kew-garðinn; af þeim 70.000 fræum, sem aáð var, komu 2000 plöntur upp. Þetta var árið 1876, og er sagt, að Wickham liafi þurft sex ár til að koma þessu í fram- kvæmd. Þær 2000 plöntur, sem hægt var að lifga í Englandi, voru nú sendar til Austur-Asíu, aðallega til Heneratgoda á Ceylon og lil Singapore. Allar plönturnar, sem sendar voru til Singapore, dráp- ust, en nokkrar af þeim plöntum, sem komu til Heneratgoda, lifðu, og standa trén enn í trjágarðinum þar. En furstanum í Perak- héraðinu á Malakkaskaganum liöfðu verið gefnar nokkrar plönt- ur, og lét hann gróðursetja þær i hallargarði sínum. Þessar plönt- ur þrifust betur en nokkur hafði gert sér vonir um. Og frá þeim er allur sá aragrúi af parakátsjúktrjám kominn, sem nú vex á Malakkaskaganum og hollenzlui Austur-Indíum, en ekrurnar voru árið 1928 orðnar 2 milljónir lia að stærð, þ. e. a. s. flatarmál þeirra var eins og fimmti hlutinn af öllu Islandi. Þetta er vaxið upp af enskri fyrirhyggjusemi. Meðan nokkrir „striðsgróðamenn" í Brazilíu fóru ránshendi um skóga landsins og skildu eftir visnuð tré, hvar sem þeir fóru, lilynntu Englendingar að veikum gróðri nokkurra plantna, sem plantað liafði verið út í tilraunaskyni og án þess nokkrar sérstakar líkur væru fyrir árangri. Spor rányrkj- unnar lilutu að verða örtröð, enda voru árið 1928 ekki framleidd nema tæp 25 þús. tonn af kátsjúki í Brazilíu, eða læp 4% af heims- framleiðslunni; þetta sama iár var framleitt á kátsjúkekrunum í Asíu rúmlega 620 þús. tonn, eða rúmlega 95% af heimsfram- leiðslunni. Hvert parakátsjúktré þarf að vaxa að minnsta kosti í 6 ár, en stundum þó allt að 12 ár, þangað til hægt er að tappa af því kát- sjúkmjólk. Englendingum hefði því átt að vera mögulegt að fram- leiða kátsjúk á síðustu öld. Svo varð þó ekki, tilraunir þeirra í sam-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.