Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 32
78 NATTÚRUFRÆÐINGURINN Ef börkur þessarar trjátegundar er særður, dreitlar mjólkur- litaður safi úr sárinu. Þegar þessi tré eru notuð til framleiðslu á kátsjúki, er börkurinn á þeim særður með þvi að skera í hann með sérstökum hætli. Frumbyggjar Brazilíu skáru frekar breiða og djúpa skoru í börkinn, og höfðu þeir hana þannig lagaða, að liún var eins og gormur utan um trjábolinn og náði frá um þriggja metra liæð og niður undir jörðina. Þessi aðferð við vinnslu kát- sjúksins hlífir trjánum ekki nægjanlega mikið, þau falla tiltölu- lega fljótt, og er hún því ekki notuð á kátsjúkekrum Asíu. Þar eru viðhafðar sérstakar að- ferðir, sem hlifa trjánum eins mikið og unnt er; þá er börlc- urinn rispaður með sérstök- um hnif, svo sár trésins verði sem grynnst, en þó nógu djúpt, og ekki óþarflega breitt. Rispan er ekki látin ná i kring um bolinn, heldur venjulega aðeins yfir þriðjung ummálsins. Rispurnar eru látnar hallast lítið eitt, og renn- ur mjólkursafinn þá niður eftir þeim og í eitthvert ílát, sem hengt er á tréð fyrir neð- an rispurnar. Mjólkursafinn er kallaður latex. Hann er Ijós á litinn, ógagnsær eins og mjóllc og þunnfljótandi. En það er Skurður í parakátsjúktré á Súmatra. f]ejra j sambandi við latex- ið en útlitið, sem líkist mjólkinni. Eins og alkunnugt er, staf- ar ógagnsæi mjólkurinnar aðallega af þvi, að í lienni fljóta litlar feitikúlur, sem ekki sjást nema i smásjá. 1 latexinu fljóta einnig smáar agnir, og eru þær valdar að ógagnsæi þess. Agnirnar, sem fljóta í latexinu úr Hevea-trjánum, eru svipaðar eggi að lögun, og er lengd þeirra að meðaltali 2/1000 mm, þ. e. a. s. ef 500 slikar agnir væru lagðar hver við endann á annarri, væru þær 1 mm á lengd, og ef 5000 ögnum væri raðað upp með sama hætti, væru þær 1 cm á lengd, eða álíka langar og nöglin á litlafingri á manni. Þessar agnir eru innst myndaðar úr mjög þykkuni vökva; þegar utar dregur, harðnar vökvinn, og er hann yzt orðinn að föstu og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.