Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 34
8Ó
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
eru tvær helztu tegundir hrákátsjúks. Þriðja tegundin er að vísu
einnig til, en liefir ekki náð verulegri útbreiðslu. Það er svokall-
að sprayed-rubber eða snow-ruhber, sem framleitt er með því að
þurrka úða af mjólkursafanum í heitu lofti, og er nafnið á kát-
sjúkinu dregið af aðferðinni við vinnsluna, sprayed-ruhber, eða
af útliti vörunnar, snow-ruhber.
Það kátsjúk, sem þannig er unnið úr mjólkursafanum, eða
hrákátsjúk — sumir kalla það stundum hrágúmmí — er seigl
og teygjanlegt við venjulegan Jiita. En ef það er teygt til verulegra
muna, nær það ekki aftur sinni upprunalegu lögun; ef olía lcemst
að því, bólgnar það út eða leysist alveg upp; ef það er kælt, þó
ekki sé meira en niður að frostmarki, 0° C, verður það liart
eins og viður og stift; það er kallað frosið kátsjúk; ef kátsjúkið
er hitað dálítið upp, verður það límugt og laust i sér. Hrátt kát-
sjúk er því til fárra liluta nytsamlegt, enda sé það ekki meðhöndl-
að með brennisteini.
Ef hrátt kátsjúk er hitað lítið eitl upp og jafnframt hnoðað,
hverfa næstum algjörlega teygju- og límeiginleikar þess, það
verður að mótanlegum, deigkenndum massa, það verður plast-
iskt. Inn í þenna massa er hægt að luioða margskonar efnum á
tillölulega einfaldan 'hátt.
Þessi eiginleiki kátsjúksins er hagnýttur, þegar það er vúlk-
aníserað. Þá er hnoðað inn i mótanlegt deigið 2—10% af hrenni-
steini, og oft einnig ýmsum öðrum efnum, sem fara eftir því,
livað á að búa til út kátsjúkinu. Þannig hlönduðu deiginu er
siðan gefið form með tillili lil þess, livað verið er að húa lil úr því,
og formuð kátsjúkblandan að lokum hituð upj) í 100—140° C,
en þá myndast úr kátsjúkinu vúlkaniserað kátsjúk eða sú vöru-
tegund, sem í daglegu tali er kölluð gúmmí1), hversu rétl sem
sú nafngift er.
Úr kátsjúki, sem einungis er iílandað brennisteini, fæst gúmmi,
sem hefir mjög mikinn teygjanleika, livort sem logað er i það
1) í hagskýrshim og víöar er búið að afbaka þetla orð og búa til
úr því gúm, og á orðið gúm að ná jafnt til gúmmís sem kátsjúks; er
lirákátsjúkið kallað lirágúm og vúlkaníserað kátsjúkið kallað toggúm.
Iíarðvúlkaníserað kátsjúk, þ. e. ebönit (sjá hér á eftir), er kallað liarð-
gúm, en harðgúm er sömuleiðis látið merkja gúttaperka og balata, en
þessum tveim síðasttöldu vörutegundum svipar að sumu leyti til kát-
sjúks. Hver vill svo halda þessu aðgreindu? — Manni er sagt, að þetta
sé gert til að fegra íslenzkuna. En er það nauðsynlegt til fegrunar á
íslenzkunni að rugla saman ólíkum hlutum og hugtökum?