Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 35
í
f
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
81
eða þrýst er ofan í það, þ. e. a. s. liefir mikið tog-elastísítet og
þrýsti-elastísítet, og nær þó aftur uppliaflegri lögun; lengdin á
þræði úr gúmmii getur sexfaldazt, eða jafnvel meira, ef togað er
i hann; þegar átakinu er sleppt, stytlist liann strax aftur og er
nú ekki lengri en hann áður var. Togþol þessa gúmmis er sömu-
íeiðis mjög mikið, þ. e. átakið, sem þarf til að slita þráð með
ákveðnum gildleika. Þráður, sem er 1 cm- að gildleika, slitnar
t. d. ekki fyrr en húið er að liengja neðan í liann 250 kg eða
meira.
Gúmmí, sem einungis er búið til úr lcátsjúki og brennisteini,
er venjulega gulleitt á litinn og hálf-gagnsætt.
Kátsjúk — brennisteinsdeigið er oft hlandað ýmsum efnum, og
eru þessi algengust: Sem mýkiefni paraffín eða olíur; sem fylli-
efni krít eða talkúm; sem þyngiefni þungspat; sem litarefni gull-
brennisteinn, þ. e. antímónpentasúlfíd, eða sót eða annað kolefni;
af gullbrennisteininum litast gúmmiið rautt, en af sótinu svart.
Kátsjúk má einnig vúlkanísera án upphitunar, og er þá kát-
sjúkdeiginu difið ofan i upplausn af klórbrennisteini (2—5%),
eða gufa af klórhrennisteini er látin verka á kátsjúkið.
Eins og áður er tekið fram, fær kátsjúkið til verulegra muna
aukinn teygjanleika með vúlkaníseringunni; liitt er þó jafnvel
meira virði, að þessi teygjanleiki helzt nú, þótt hitinn breytist
töluvert. Þannig lieldur vúlkaníserað kátsjúlc eða gúmmí teygjan-
leika sínum og mýkl sinni næstum óskertri, þótt það sé kælt
niður fyrir frostmark eða liilað upp í 100° C eða jafnvel meira.
Menn athugi, hversu mikils virði þetla er t. d. fyrir hilahjólharða,
sem oft eru kaldir, en liitna yfirleill mikið, þegar bilnum er ekið.
Ennfremur er gúmmíið algjörlega eða næstum algjörlega óupp-
leysanlegt i olíum, það þolir nú miklu betur áhrif ljóssins en áður,
er ekki eins næmt fyrir áhrifum súrefnis loftsins og ýmissa ann-
arra efna o. s. frv. Með vúlkaníseringunni er kátsjúkið orðið
Jiijiig hentugt efni og endingargott, enda eru liinir margvisleg-
ustu munir gerðir úr því. Mest er það þó nolað til framleiðslu á
hjólbörðum og slöngum fyrir bíla og reiðhjól. En það er einnig
mikið nolað i vatnsheld stígvél og annan skófalnað, ýmist í alla
skóna eða aðeins í sólana, til að gera vefnað vatnsheldan, og er
vefnaðurinn síðan m. a. notaður i gúmmíkápur og ýmsan annan
fatnað. Ennfremur er kátsjúk notað til einangrunar fyrir raf-
magn, i kemískum iðnaði lil margra liluta, i gólfdúka, til götu-
lagningar, og er þetta ekki nema fátt eilt af þvi, sem kátsjúlc
er notað til, en að vísu það þýðingarmesta.
6