Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
83
kátsjúki; þörfin fyrir það hafði vaxið óðfluga, en framleiðsla
þess ekki að sama skapi. Eftirspurnin var orðin svo mikil, að livert
kílógramm kostaði 30 lcrónur. Það er því ekki að undra, þótt
ýmsir hafi reynt á þeim árum að húa kátsjúkið til úr einföldum
og ódýrum kemískum efnum, og það þvi fremur, að einmitt
um þetta leyti iieppnaðist efnafræðingum að finna aðferðir til
framleiðslu á þess konar hráefnum, sem áður voru einungis
fengin úr náttúrunni, og voru þessi tilbúnu efni stundum ódýrari
en þau náltúrlegu, og stundum jafnvel einnig betri.
Það urðu þvi ýmsir til þess að reyna framleiðslu á lcátsjúlci
að kemískum leiðum, en aðeins einum þessara manna heppnað-
ist að renna skeiðið á enda, heppnaðist að framleiða efni, sem
liafði sömu eiginleika og náttúrlegt kátsjúkið og alla kosti þess,
og kostina jafnvel i ríkari mæli en náttúrlega efnið. Eins og tekið
var fram hér að framan, er maður þessi Þjóðverjinn Fritz Hof-
mann.
Hofmann hyrjaði tilraunir sínar árið 1905 og vann hjá Elber-
felder Farbenfabriken von Bayer & Co., en þessar verksmiðjur
teijast nú til I. G. Farbeninduslrie. Fyrsti spretturinn var tiltölu-
lega auðveldur, og var lionum að mestu lokið í september 1909,
en þá heppnaðist Hofmann fyrstum manna að framleiða efni, sem
hafði ýmsa sömu eiginleika og náttúrlegt kátsjúk. Árið 1912 var
rannsóknum á þessu efni svo langt komið, að þá voru almenn-
ingi sýndir lijólbarðar, sern höfðu verið notaðir til aksturs allt að
þvi 100.000 km vegalengd, og höfðu hjólbarðarnir reynzt sæmi-
lega, þeir voru a. m. k. nothæfir. Ári síðar, eða 1913, var þetta
efni haft á boðstólum til sölu, og í hinni fyrri heimsstyrjöld not-
uðu Þjóðverjar þessa kátsjúkeftirlíkingu mikið til sinna þarfa, þvi
ekki var þá, frekar en nú, hægt fyrir þá að flytja náttúrlegt kát-
sjúk til sin. En í millitíðinni liefir margt breytzt, og nú eru það
Rússar, sem nota þessa kátsjúkeftirlíkingu til að fylla í skörðin,
þegar aðflutt og heima-uimið náttúrlegt kátsjúk er eklci nóg lil
allra þarfa.
Þessi fyrsta kátsjúkeftirlíking, sem kom á markaðinn og fram-
leidd var að fyrirsögn Hofmanns, var húin til úr bútadíeni og
alakalímálmi, venjulega natrium, og var eftirlíking þessi nefnd
eftir fyrstu stöfunum í nafni þcssara efna, hú og na, og kölluð
búna. Af þessum tveim efnum, sem notuð voru í kátsjúkeftirlík-
inguna, er natríum svo alþekkt og auðfengið, að óþarft er að geta
þess frekar hér. Bútadíen aftur á móti er ekki eins algengt efni;
])að er lofttegund, og eru hráefnin, sem notuð eru til framleiðslu
6*