Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 40
86
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
starfið á þessu sviði, voru upphaflega alls ókunnugir náttúrukát-
sjúki og teknískri vinnslu þess; við vorum eins og riddarinn, sem
reið yfir Bodenvatn og hafði ekki hugmynd uni djúpin fyrir neð-
an sig. Við létum hrífast af hinni kemisku uppgáfu, og unnum að
hugmjmdinni að syntetísera hráefni, sem stöðugt varð mikilsverð-
ara, en var ekki hægt að framleiða á okkar breiddarstigi. Sérhver
reyndur kátsjúksérfræðingur vísaði áformi okkar frá sér sem
aægradvöl draumóramanna, sem ekki hefðu hugmynd um, hvað
þeir liefðu tekizt á hendur. Hann þekkti allar þær þúsundir af
kröfum, sem til kátsjúksins voru gerðar, til þessarar undrasmíði
skaparans, efnisins, sem er ímynd teygjanleikans og stálseiglunn-
ar, kraftsins og mótstöðuaflsins gegn hinum margvislegustu efn-
rænu og aflrænu áhrifum. Fyrir sérfræðingana var þetta heitt
járn, sem þeir vildu ekki hrenna sig á, það máttu skáld efna-
fræðinnar gjarna gera, efnafræðingarnir með sitt formúlurusl."1)
flofmann tók að sér að verða „skáld efnafræðinnar“, og hon-
um tókst að fullgera listaverk, sem mun verða lionum og liinum
mörgu samverkamönnum hans óhrotgjarn minnisvarði.
V.
Að lokum verður að geta að nokkru þeirra efna, sem notuð eru
meira eða minna í staðinn fyrir kátsjúk, þ. e. a. s. kátsjúkeftir-
hkinga eða gervigúmmís.
Hér á undan var minnzt á eina slika eftirlíkingu, sem notuð var
fyrir striðið og notuð nmn enn í Rússlandi, en sú eftirhking er
gerð úr bútadíeni.
I Bandaríkjum Norður-Ameríku, og að nokkru leyti einnig i
Bretlandi, er framleidd kátsjúkeftirlíking, sem kölluð er neóprene.
í Bandarikjunum er það aðallega Du-Pont-félagið, sem framleiðir
þessa eftirlíkingu. Hún er búin til úr klórbútadíeni, efni skyldu
bútadíeni, og mun vera eitthvað skárri en rússneska eftirlíkingin.
Cr neoprene er ekki hægt að búa til efni svipað harðgúmmíi eða
ebóniti, og ekki er hægt að vúlkanísera það með brennisteini, og
sést m. a. á þessu, að hér er eklci um tilbúið kátsjúk að ræða. En i
Bandarikjunum og Englandi mun ekki vera völ á betri eftirlík-
ingu af kátsjúki, og alls ekki á tilbúnu kátsjúki.
Þá eru framleidd á ýmsum stöðum efni, sem likjast að ýmsu
kátsjúki, og eru lcölluð perdúren og thíókol. Þessi efni eru búin
til úr halógeneruðum kolvetnum með natríumpólysúlfídum. Þau
I) Die Umschau, 40. árg. (1936), bls. 201.