Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 44
90
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Flest grösin nefna þeir norrænum og íslenzkum nöfnum, en láta
liverju slíku nafni fylgja hiö latneska tvínefni dr. Linnés, er hann
var frumkvöðull að. Vitnar Eggert í því efni til „Flóru Sviþjóð-
ar“ eftir Linné. —
Auk alls annars samdi Eggert stóra maturtabók til þess að
leggja með henni grundvöll að íslenzkri garðyrkju. Það var bók
um „garðyrkju á íslandi, frá þvi er sæðið fer fyrst i moldina og
til þess er ávöxturinn verður á borð horinn“. En hún fórst, því
miður, með honum, eins og jurtaskná hans og önnur rit, er hann
drukknaði á Breiðafirði vorið 1768. Maturtabók hans er þó til í
stuttu ágripi, sem mágur Eggerts, Björn próf. gaf út í Kaupmh.
1774.
Eins og við er að búast af þessum þjóðræknu mönnum, þá
vildu þeir láta allt íslenzkt sitja í fyrirrúmi. Svo var því farið með
íslenzku jurtanöfnin. Það var sérstaklega áríðandi, að nöfn nytja-
jurtanna væru íslenzk; lýsingin á notkun jjeirra gat því aðeins
komið að nokkru haldi, að liún festist við nöfn, sem íslenzkri al-
þýðu væri kunn, eða gætu orðið henni töm, ef ný væru.
Það lætur að líkindum, að þeir félagar, Eggert og Bjarni, hafi
grafið upp flest þau nöfn, sem fyrir voru lijá alþýðu manna, og
því aðeins bætt við nýjum nöfnum í þýðingum eða myndað önn-
ur eftir útlendum jurtanöfnum, að engin íslenzk nöfn væri fyrir.
Það voru jurtanöfn Norðmanna, Dana og Þjóðverja, ef þeir munu
helzt hafa haft fyrir sér um myndun nýrra nafna.
Þetta má ráða af því, sem Björn próf. Halldórsson segir i „Gras-
nytjum“ um jurtina, sem Linné kallar: Veronica officinalis, Cen
hún er nú nefnd hárdepla á íslenzku).
Þessi jurl hefir ekkert islenzkt nafn, nema menn vilji nefna
það eflir dönskunni, og kalla Æruprís (Ærenpriis), eins og dansk-
ir hafa fengið henni nafn frá þýzkunni (Ehrenpreis).“ — Það er
eins og höfundinum þyki slík nafngift óþjóðleg eða óyndisúrræði.
En jurtina þá þurfti alþýða manna að þekkja með nýju nafni,
því að dyggðir hennar voru svo margar.
Á ferðum sínum hafa þeir Eggert að sjálfsögðu eigi látið undir
höfuð leggjast að kynna alþýðu notagildi jurta. En lýsingar þeirra
og nafngiftir, hafa vitanlega oft gléymzt eða afbakazt, og dyggð-
irnar stundum verið eignaðar öðrum jurtum en liinum réttu, líkt
og þegar gamla konan sagði, að „helluhnoðrinn væri alltaf hið
blessaðasta gras að drekka af“. („Grasaferð" Jónasar Hallgríms-
sonar).
Og að því er ræktun matjurta snertir þá er mælt, að flestum