Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
91
bændum hafi boðið við að leggja þær sér til munns. „Þetta gras
upp úr moldinni“, eins og þeir orðuðu það. Má því álykta að notk-
un villijurta hafi eigi verið þeim öllu geðfeldari.
Eins og geta má nærri, þá fellur þeim félögum þetta næsta
þungt, þar sem þeir vissu hvílík hagsbót öðrum þjóðum hafði orð-
ið að grasnytjunum fyr og síðar. Um ekkert gátu þeir sannfærðari
verið en „dyggðir“ jurtanna, eins og dr. Linné og aðrir lærðir
menn höfðu lýst þeim. Dr. Linné var sjálfur læx-ður graslyfja-
læknir, eins og flestir læknar í þá daga.
Eggert segir á einum stað í „Búnaðarbálki“ sínum, að landar
sinir skelli skollaeyrum við þessum grasnytjakenningum viti-ari
þjóða, eins og
„hvert flónið af þeim sé
áminnstum þjóðum viti-ara“,
og tekur til dæmis: epli, næpur og fleiri matjurtir.
Bjarni, lagsbróðir Eggerts, liafði mestar mætur á grasafræð-
inni eins og áður er sagt. Þess vegna óskar Eggert þess í brúð-
kaupskvæði sínu til Bjarna, að „dyggðir grasanna“ mættu hrína
á þeim hjónurn t. d. „Maðran, i landsins vinnu væn verlci það, að
þau lýist ekki“. Þeir höfðu nefnt möðruna: ólúagras, sakir verk-
ana hennar, en aldrei úti'ýmdi það nafn liinu upphaflega nafni
hennar, enda mun revnslan eigi hafa staðfezt það. Og hið sama
mun rnega segja um svo margar aðrar „dyggðir grasanna", sem
þeim voru eignaðar, bæði af dr. Linné og öðrum hálærðum
mönnum.
En það var nú einu sinni orðin bjargföst sannfæring allra
þessara „Vormanna íslands", að „grasnytjarnar" væru eitt hið
nærtækasta bjargarráð handa bjargarvana og læknislausri þjóð,
eins og íslendingar voru þá.
Þeim þótti spaklega mælt, það sem Gunnar skólameistari kvað,
bróðir Bjarna Pálssonar:
„Hvert land hjálpast við sín gæði,
ef lialdið er rétt þar á“.
Hann var einn í tölu „Vormannanna“.
En Eggert drukknaði í blóma aldurs síns, og Bjarni sleit sér
út á lækningaferðum sínum, því að allt landið var þá læknis-
dæmið hans að heita mátti. Hann dó 1779 og hafði þá gengt land-
læknisdæminu í 19 ár.
En Björn prófastur Halldórsson lifði þá báða (d. 1794). Hann