Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 101 1. mynd. Þverskurður yfir gilið, sem Eyjafjarðará fellur í milli hól- anna: 1. yfirborð árinnar, 2. bakkinn með trjáleifunum, 3. skriðan, sem stiflaði ána, 4. hliðarhjallarnir, gamall dalbotn. þetta fluttist farvegur árinnar 5—10 m austur. Um leið og áin gróf sig inn í melinn lirundi úr honum, og komu þá í ljós viðar- leifar á allmörgum stöðum neðst í bakkanum rétt ofan við vatns- horð árinnar. Alls sá ég viðarleifar þessar á um 1.00 m löngu svæði, en lengra hafði áin þá ekki grafið. Ekki var þeim þó jafndreift um allt svæðið heldur voru þær á 10 eða 12 stöðum og autt á milli. Viðar-Ieifarnar eru allar niðri í allþéttri jökulurð, sem þó er ekki ennþá harðari en svo að auðvelt er að pjakka hana með spaða. Urðin er ekki stórgrýtt, mest möl og sandur þótt einstak- ir stærri steinar séu innan um. Viðarbútarnir eru mjög mis- stórir. Hinn stærsti þeirra stóð fastur í urðinni og haggaðist ekki þótt í hann væri tekið allfast. Það sem upp úr stóð var 60 cm, en að ummáli var bolur þessi 45 cm, annars voru flestir bútarnir miklu grennri eða 2—3 cm í þvermál, lágu þeir flestir lárétt eða skáhallt inn undír melinn. Að þvi er ég bezt fékk séð, voru viðar- leifar þessar birki, en blaðför fundust engin þrátt fyrir allmikla leit, enda var urðin full grófgerð til þess að þau gætu hafa geymzt. Sumstaðar fundust grannar seigar tágar, sem ekki er ósennilegt að hafi verið víðitágar. Bakkinn ofan á viðarleifum þessum upp að liliðarhjalla þeim, sem fyrr getur er um 20 m hár, en þar fyrir ofan rísa hólarnir miklu hærra.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.