Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 57
XÁT'rÚRtÍFR /Ivbl NG UHFNN
ioá
2. mynd. Þverskurður af Hrafnagilshólnum frá suðri til norður: a hall-
andi sandlög, b lárétt sandlög, c jökulurð, d móhella, e lárétt sandlög,
f vatnsnin möl, g-g jafnsléttan við hólræturnar beinin.
þessir úr aftanverðum hrygg, en þó mun öftustu liðina hafa
vantað. Má af þessu ráða, að hvalurinn liefir ekki verið stór vexti.
Beinin voru svo meyr að næstum ókleifl var að ná liðunum ó-
sködduðum, og þeir, sem náðust féllu í mylsnu eftir skamma
hríð, er loftið náði að leika um þá. Þar sem greftri var haldið
áfram gerði ég ráðstafanir til þess, að mér yrði gert aðvart, ef
meira fyndist af beinum, einlcum ef hausbein kæmu í ljós, en
svo reyndist þó ekki, þrátt fyrir það, þó mikið hafi verið grafið
af hólnum síðan. Verkamenn, sem unnu við malartekjuna tjáðu
mér, að fyr um sumarið hefði fundizt þar brot úr beini, sem
þeir bugðu vera rif, og eins taldi einn maður, sem þar liafði unn-
ið nokkurnveginn víst, að skeljabrot hefði fundizt í sandinum,
en ekkert þeirra gat ég séð að þessu sinni.
Það hefir lengi verið ljóst, að Eyjafjörðurinn hefir fyrrum
gengið miklu lengra inn en nú, enda hallar dalbotninum nær
(kkert lengi vel. Þannig eru bólræturnar við Hrafnagil aðeins
um 10 m yfir sjávarmál og liggur hóllinn þá um 11 km frá fjarð-
arbotninum.
Líklegt má telja, að hvalbein þessi séu frá lokum jökultímans.
Þá hefir djúpur fjörður verið þar, sem nú eru hinar frjósömu
engjar um neðanverðan Eyjafjörð. Sennilega hefir jökull enn
verið hið efra, og niður frá honum hafa fallið lækir og ár niður
í fjörðinn. Ein slík á hefir fallið, þar sem Reykáin rennur enn í
dag, og hefir jökulurðin, sem hvalbeinin hvila á verið framburður
hennar, eða skriðjökuls, sem hún hefir fallið undan, og líklega
skagað dálítið fram í fjörðinn. Síðan liefir framburður árinnar,
eftir að hún var orðin bergvatnsá hlaðið hólinn smám saman
upp, og er landið reis úr sæ kom hann fram sem hóll en var áð-
ur aðeins lág óseyri við ströndina.