Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 4
98 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN í sjálfu séi' er ekkert torskilið við það, að sama hraunleðja verði ýmistaðgleri eða krystallasamsteypu (hrauni). Þannig er jafnan gler- lrimna eða glerungur á yfirborði hrauna, þótt þau séu krystölluð hið innra. Gátan er í því fólgin hvernig eldleðjan geti öll eða að mestu leyti orðið að gleri við storknun. Athuga mætti hvernig stendur á glerungnum á hraunum og draga svo ályktanir af Jrví. Glerungurinn stafar vafalaust af snöggkælingu hraunsins, þar sem loftið kamst að ])ví og rnætti þá gera ráð fyrir, að með óvenjulegri snöggkælingu verði allt hraunið glerkennt. En réttara er þó að líta á málið frá almennara sjónarmiði, gera sér ljóst hvað eldleðja sé, skoðuð frá eðlisfræðilegu og efnafræðilegu sjónar- miði, og rannsaka í hverju sú breyting er fólgin, að leðjan breytist úr fijótandi efni í fast við kælingu. Með því eina móti kemur munur- inn á gleri og krystölluðu hrauni skýrt í ljós og J^annig fæst yfirlit yfir þau atriði, sem valdið geta framkomu hvors hinna föstu efna. Að fengnu slíku yfirliti er hægt að snúa sér að móberginu og rannsaka hvað J^ar hafi valdið glermynduninni. Hraunleðja er fljótandi upplausn margra efna, þar sem aðalefnið er jafnan kísilsýra. Önnur efni eru alúmíníumsambönd, járnsam- bönd, natríumsambönd og ýms fleiri efni í minna mæli. Hugtakið upplausn þarf hér nokkurrar skýringar við. Hveiti og rúgmjöl er hægt að blanda saman, en slík blanda er ekki upplausn. Saltkcrnum má einnig blanda saman við vatn án þess að í fyrstu sé um upplausn að ræða. En brátt leysizt saltið í sundur í einstök mólekúl eða sam- eindir, sem dreifast um vatnið og heitir það þá upplausn. Þá er orðið um að ræða efni með sérstökum eiginleikum, samsett úr vatnsmóle- kúlum og saltmólekúlum, eða hlutum þeirra. Hins vegar hefir ekki crðið til nýtt kemiskt efni, til Jress þyrftu að hafa myndast ný móle- kúl við samruna hinna. Á svipaðan hátt geta mörg efni myndað upplausn. Upplausnin er ]rá samsafn úr mólekúlum efnanna og hefir vissa eiginleika, frá- brugðna eiginleikum hinna einstöku efna. Hún er hins vegar ekki nýtt kemiskt efni. Þeir eiginleikar upplausna, sem hér koma við sögu, skýrast nokk- uð, ef athuguð er einföld upplausn eins og salt í vatni. Það er al- kunnugt, að salt vatn hefir lægra frostmark en hreint, og lægst getur frostmarkið verið-í-210 C. En þetta er almennt lögmál um upp- lausnir: frostmark efnis lækkar, ef annað efni er uppleyst í því. Við segjum venjulega, að saltið sé uppleyst í vatninu, sem merkir, að salt- mólekúlin séu laus innan um vatnsmólekúlin. En eins má segja að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.