Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
101
í þvermál. Storkni eldleðjan í lagi á yfirborði jarðar, verða krystall-
arnir venjulega svo litlir, vegna örari kólmmar, að þeir sjást ekki
með berum augum. Myndast þá það, sem kallað er basalt eða blágrýti
og grágrýti. En þunn húð á ylirborði þessara hrauna hefir storknað
mjög hratt, vegna loftkælingar. í lienni hefir yfirleitt ekki unnizt
tími til neinnar krystallamyndunar, og þá verður það, að blandan,
þ. e. hraunleðjan, verður við kólnunina meira og meira þykkfljót-
andi, án þess að breyta um samsetningu, án þess að nokkur efni
skiljist frá henni, unz hún er orðin að fösturn hlut, en þessi fasti
hlutur er það, sem kallað er gler. Þegar leðjan lrefir haft samsetn-
ingu basailts, tölum við um basaltgler. En það er í eðli sínu í engu
verulegu ifrábrugðið hinu venjulega gleri, sem framleitt er í iðnaði,
aðeins nokkuð öðruvísi í efnasamsetningu. Venjulegt gler er kísil-
sýruríkara en basaltgier. Og um glerkvoðuna, sem t. d. flöskugler
er gert úr, gildir hið sama og hraunleðju, að sé hún kæld mjög hægt,
verður lnin ekki að gleri, heldur ógagnsæjum hlut, sem saman-
stendur af krystöllum.
Á sama háttmá einnigiframkalla krystalla í gieri með því að halda
því langan tírna við hátt hitastig. T. d. myndi glervasi krystallast og
verða ógagnsær, ef hann væri látinn standa inni í ofni, t. d. við 700°
C hita góða stund. Gler getur einnig krystallazt við venjulegt hita-
stig, þegar tíminn er nógu langur, og það er ástæðan til þess, að gler-
vasar Rómverja, sem á þeirra tímuin munu hafa verið gagnsæir og
gijáandi, eru nú orðnir ógagnsæir og gljáalausir.
Basaltgler getur þá myndast, ef storknun hraunleðjunnar er hröð,
eins og í yfirborðshúð hraumlaga. Nú er aðalefni móbergsins fín-
mulið basaftgler. En hvernig á að gera sér grein fyrir því, að heil
fjöll af basaltgieri liaf'i myndazt? Það hafa menn skýrt svo, að óvenju-
leg snöggkæling hafi átt sér stað, eins og nánar skal vikið að.
Basaltglerið á yfirborði hrauna er kallað tachylít á erlendum mál-
um. Það er svart á lit, og jafnvel þynnstu flísar, sem hægt er að slípa
úr því, eru ógagnsæar. Er það talið stafa af því, að þótt storknunin
hafi verið hörð, hafi sarnt örsmáir magnetítkrystallar náð að mynd-
ast, en þeir eru svartir og ógagnsæir.
Basaftglerið, sem móbergið er gert úr, er einnig svart á lit jjegar
jjað er óveðrað, en verður brúnleitt við veðrun, og stafar af því
lifcur móbergsins. En þegar slípaðar eru þunnar sneiðar úr þessu
gleri kemur í ljós, að jrær eru gagnsæar. í því eru engir magnetít-
krystallar, er geri það ógagnsætt. Til aðgreiningar frá tachylíti hafa
menn gefið þessu gleri annað nafn og kallað sideromelan. Hið brúna