Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 8
102
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
efni, sem glerið breytsit í við veðrun eða á annan hátt, hafa menn
kailað palagonít, og er móbergsmyndunin á erlendum málum oft
kölluð palagonítmyndunin.
Sartoríus von Waltershausen hugsaði sér, að móbergið væri eld-
fjallaaska og gjall, sem orðið hafði fyrir efnabreytingum við það að
liggja á hafsbotni. Al. Penck komst að þeirri niðurstöðu, að það
samanstæði af glerbrotu.m, sem í þunnum sneiðum væru gagnsæ.
Þessi brot hefðu veðrast að utanverðu, eða stundum allt í gegn.
Við efnagxeiningu reyndist glerið í engu frábrugðið venjuiegum
ógagnsæum basaltglerung, og taldi Penck, að nægilega væri gerð
grein fyrir uppruna þess með því að gera ráð fyrir, að það hefði
myndast við sprengigos á þurru landi.
Þorvaldur Thoroddsen var svipaðrar skoðunar, en taldi þó,
að erfitt væri að gera sér grein f'vrir myndum móbergsins í ein-
stökum dráttum. T. d. hefðu þessi sprengigos orðið að vera stórkost-
legri en svo, að nokkurn samjöfnuð væri að finna í gosurn síðari
tíma.
En upp úr síðustu aldamótum varð alger bylting í hugmyndum
manna um uppruna móbergsins, er dr. Helgi Pjeturss tók að halda
því frarn, að lög af jökulurðum væru innan um og saman við mó-
bergið. Þá þótti í fyrsta lagi sýnt, að móbergið væri ísaldarmyndum,
og var þá ekki í öðru lagi fundin ofur-eðlileg skýring á myndun
þess? Hafði ekki glerið, sem móbergið samanstendur af, einmitt
myndazt við liina hröðu storknun, sem hlaut að verða, er liraun
brautzt fram undir jökli? Þessi skoðun fékk styrk úr annarri átt.
Brezkur steinafræðingur, M. A. Peacock að nafni, rannsakaði mó-
berg hér á landi ikringum 1925 og kom fram með skýringu á því,
hvernig stæði á muninum á ógagnsæu basaltgleri (tachylíti) og hinu
gagnsæa gleri, sem móbergið er aðallega gert úr (sideromelan).
Ástæðan fyrir því, að sideromelan er gagnsætt, segir Peacock, er
sennilega sú, að storknunarhraðinn liefir verið meiri en svo, að
magnetítkrystallar næðu að myndast, en það eru þeir, sem gera
tachylít ógagnsætt. Þessi hraða storknun bendir til þess, að hraun-
leðjan hafi orðið fyrir snöggri kælingu, eins og gera mátti ráð fyrir
við gos undir jökli.
Þannig virtist þetta tvennt bera að sama brunni, jökulruðningur-
inn í móberginu og smásjáreinkenni móbergsglersins, að móbergið
sé orðið til við snöggkælingu hraunleðju við gos undir jökli.
Eftir Grímsvatnagosið 1934 komst á ný nokkur hreyfing á mó-
bergsrannsóknirnar, enda bjuggust menn við að finna áþreifanlegt
dæmi um myndum móbergs við þetta gos. Rannsóknir N. Nielsens