Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 103 og Noe-Nygaards urðu þó að því leyti neikvæðar, að þeir fundu engin vegsummerki um nýmyndun móbergs við Grímsvötn. A hinn bóginn sneru sér þeir að móberginu sjálfu og komust að þeirri niður- stöðu, að móbergsglerið væri rnyndað við hraðkólnun undir jöklum, eins og áður hafði verið haldið fram. Þessi kenning um myndun móbergsins við hraðkælingu undir jökli virðist mjög aðgengileg við fyrstu sýn, en við frekari athugun koma í ljós alvarlegir agnúar á henni. Fyrst er á það að líta, að skoðun Peacocks um muninn á uppruna hins gagnsæa og ógagnsæa glers fær ekki staðist. Peacock gerir ráð fyrir, að magnetít myndist æfinlega fyrst allra krystalla við storknun. basaltleðjunnar, og dregur það af tilveru slíkra krystalla í hinu ógagnsæa gleri, og þegar þá vanti, sýni það mjög hraða storknun. En eins og bent var á hér að framan, er röð krystallamyndunarinnar alveg óákveðin, stundum er það þessi tegund, sem fyrst fellur út, stundum hin, allt eftir samsetningu eldleðjunnar. Þó má segja, að magnetít myndist venjulega seinast allra krystalla. Af þessu er ljóst, að ekkert verður ráðið af magnetíti um hraða storknunarinnar, og auk þess er jrað álger aukagebill við storknun hrauns, sem lítið eða ekkert kemur málinu við. Sú staðreynd, að magnetít myndast fyrst allra krystalla þegar tachylít verður til, h'lýtur að eiga sér alveg sérstakar orsakir, sem ekki eru að verki við storknun hraunleðju almennt. Þær orsakir hygg ég séu, að þegar tachylít myndast sem húð á yfirborði hrauna er um að ræða snertingu glóandi hrauns og frís súrefnis í andrúmsloftinu. Súrefnið hlýtur að verka kemískt á yztu húð hraunleðjunnar, og þá sennilega þannig, að tengjast járninu í hrauninu og mynda magnetít (sem er samband járns og súrefnis). í sideromelan eru oft örsmáir krystallar (mikrolítar) úr pagio- klasi, sem er aðalkrystallategund basalthrauns. Það sýnir, að kryst- allamyndun hefir oft komist nokkuð áleiðis (án þess að magnetít myndaðist!), og gæti það bent til jress, að kólnunarhraðinn þyrfti ekki að vera neitt ofsalegur til þess að hið gagnsæa gler gæti myndast. En nú má benda á ótvíræða sönnun þess, að gagnsæa glerið getur mvndast við kólnunarhraða, sem venjulega leiðir til algerrar kryst- öllunar hraunsins. í venjulegum, krystölluðum hraunlögum, sem fylgja móberginu, er mjög algengt, að lokaðar holur séu fylltar brotum úr sideromelan. En þá hefir glerið kólnað jafnhratt og hraunlagið í kring. í öðru lagi kemur það víða fyrir, að inni í miðjum hraunlögum, sem þá eru

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.