Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 16
110- NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ins yfir eldfjalli, ifinni það einnig leiðir niður til undirdjúpanna. Þess vegna má ætla, að þegar eldgígar opnast undir jökli einkennist gosin oft eða jafnan af vatnsríku hrauni. Meðan ísaldarjöklar huldu landið hefir því sennilega fyrst og fremst gosið móbergi. En auðvitað mætti segja hið sama um gos á sjávarbotni, og það verður einnig að hafa í huga, þegar um það er að ræða, að gera sér grein fyrir uppruna þess vatns, sem hér er talið, að hafi átt veiga- mikinn þátt í myndun móbergsins. Áskell Löve: Um jurtakynbætur Það er áreiðanlega ekki auðvelt að finna fólk, sem ekki vill auka afköst sín án þess að gera sér meira erfiði en áður. Við höfum tekið vinnudýr í þjónustu okkar og búið til ótal vélar til að fá sem mestan afrakstur af hverju handtaki. Allur iðnaður heimsins er í rauninni sprottinn af þessari ósk mannanna, og ef þessi ósk hefði aldrei kom- izt í framkvæmd, er enginn efi á því, að menning heimsins stæði að öllu leyti á lægra stigi en hún stendur í dag. Á grundvelli véla- iðjunnar er hægt að gera ótal hluti, sem áður voru nær óframkvæm- anlegir, og á grundvelli hennar hefir allur hinn vinnandi lýður getað fengið þær óhemju kjarabætur, sem hafa orðið síðustu öldina. Bændur og búalið og allir þeir, sem að einhverju leyti lifa af búskap eða jarðrækt, liafa líka bætt kjör sín að mjög miklum mun síðustu liundrað árin. Á grundvelli vélaiðjunnar hefir verið hægt að framkvæma alla ræktun margfalt ódýrara en áður, og surnt, sem landbúnaðarvélarnar gera nú fyrir lítið fé, kostaði óhemju fjár áður fyrr. Vegna iðnreksturs og sigurvinninga efnafræðinganna hafa bændur einnig fengið góðan og ódýran gerfiáburð til umráða og aukið með lionum afköst allra sinna ræktuðu skika. Allt þetta þekkja íslenzkir bændur í dag vel af eigin reynd. En fólk á íslandi þekkir ennþá aðeins af afspum þá grein vísindanna, sem bændur víða erlendis telja hafa bjargað sér frá gjaldþroti og þjóðunum frá hung- ursneyð. Sú grein er hin hagnýtta erfðafræði, vísindin um lögmál erfðanna hagnýtt til að bæta og auka afköst allra nytjajurta og ali- dýra. Það er ekki sama, undan hvaða kú og nauti alið er til framleiðslu

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.