Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 113 omatorp og Kállstorp, sem eru næstu þorp við það að austan og vestan, en nú er það einn þeirra sænskra staða, sem þekktastir eru erlendis. Ástæða þess er sú, að þar hafa í sextíu ár verið reknar jurta- kynbætur og frærækt með þeim ágætum, að þær hafa verið til fyrir- myndar um allan heim. Það voru bændur á Skáni, sem stofnuðu kynbótastöðina í Svalöv árið 1886, og einn þeirra gaf þessa stóru jörð til að gera alla starf- sernina sem auðveldasta frá uphafi. Bændur á þessum slóðunr rækt- uðu aðallega korn og gras, og þeir höfðu tekið eftir því, að innlent fræ var betra en erlent. Stöðin var í upphafi sett á stofn aðeins til að rækta slíkt fræ. En að henni voru ráðnir vel lærðir grasafræðingar, og þeir hófu nær strax kynbætur til að reyna að bæta afköst akur- yrkjunnar á Skáni. Árangrarnir urðu stórkostlegir. Sænskt bygg, sem áður var frekar lélegt, varð eitt af beztu byggstofnum veraldarinnar, og hafrarnir, rúgurinn, rófurnar og túnjurtirnar bættust mjög. En atliyglisverðast varð þó hveitið. Það var aðeins ræktað lítið af lélegu hveiti í Svíþjóð, þegar stöðin í Svalöv var sett á stofn, en nú er svo komið,að Svíar rækta nóg af hveiti fyrir sig, og það hveiti er nær alveg jafn gott og bezta vorhveiti frá Kanada. Það er enginn el i á því, að ef jurtakynbótastöðin í Svalöv hefði ekki verið til, myndi fjöldi fólks hafa dáið úr hungri í Svíþjóð, meðan stríðið skaut loku fyrir allan innflutning á matvælum yfir höfin. Kynbótastöðin í Svalöv hefir kostað talsvert fé öll árin síðan hún var sefct á stofn. Fyrstu 50 árin fékk hún fimm milljónir í stofn- og rekstursfé, og samanlagt hefir hún kostað um 10 milljónir nú. En bara kynbæfcurnar á hveiti, rúgi, byggi og höfrurn liafa aukið afköst jressara jurta svo, að talið er, að þær gefi af sér í óbeinan ágóða um 100 milljónir króna á ári. Og þær hafa igefið að minnsta kosti 1000% í ágóða hvert einasta ár síðan nm síðustu aldamót í auknum afrakstri jarðarinnar. Að sjálfsögðu er Svíþjóð ekki eina landið, sem hefir unnið að jurtakynbótum, og fá lönd hafa ekki notið þessarar mikilvægu grein- ar hinnar hagnýttu grasafræði. En þau lönd, sem mest gagn hafa haft af þessari grein vísindanna að Svíþjóð undanskilinni, eru Kanada og Bandaníkin, Þýzkaland og Ráðstjórnarríkin. Við sku'lum nefna nokkur dæmi um sigur jurtakynbótanna ií nokkrum þessara landa. Kanada er frægt um heim allan fyrir hveitið sitt góða, en sennilega liefir fáurn dottið í hug, að allt vorhveitið, sem kemur frá Kanada og Bandaríkjunum, á rót sína að rekja til örfárra korna á einni ein- ustu jurt. Uppruni þeirrar jurtar er eitt dæmi þess, hvernig jurta- 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.