Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 22
116
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Það er að sjálfsögðu ekki búið að kynbæta sætu úlfabaunirnar
nema lítið eitt ennþá, enda eru þær ungar að árum. En það er verið
að auka afköst þeirra og bæta á ýmsan hátt á kynbótastöðvum í
Þýzkalandi, Rússlandi og Svíþjóð, og nú þegar eru þær ræktaðar
mjög víða í Evrópu. Sökum þess að köfnunarefnisgerlar, sem lifa í
hnýðum og rótum úlfabaunanna, gera köfnunarefnisáburð að mestu
óþarfan, sem og hins, að þær geta vaxið í sandi, þar sem aðrar nytja-
jurtir þrífast illa, er hægt að búast við mjög aukinni ræktun þeirra
um allan heim næstu áratugina.
Það liafa fundizt margar fleiri stökkbreytingar hjá úlfabaunum,
og með venjulegum kynbótum hafa þær verið sameinaðar í sömu
stofnum. En það yrði of langt mál, ef skýrt yrði nánar frá þeim líka.
Það er erfitt að velja út eina sérstaka jurt, sem dæmi um hinar
merkustu jurtakynbætur Rússa. Sumir myndu ef til vill telja það
merkilegast, að þar hafa kartöflur verið kynbættar svo, að þær þola
frcst og þroskast fljótt, eða þá að það er hægt að rækta tómata úti
vegna kynbóta á ströndum Kolaskagans. Aðrir myndu sennilega telja
rúghveitið, sem sameinar í sér beztu eiginleika hveitis og rúgs,
merkilegra en flest annað. Enn aðrir myndu ef til vill tala um kyn-
bætur þeirra á aldintrjám, sem nú vaxa mjög norðarlega þar í landi,
eða þá kynbætur hveitisins, sem gerði því kleift að flýja undan
þurrkinum í héruðum svörtu moldarinriar. En flestir erfðafræðing-
ar telja þó merkasta kynbótastarf Rússa vera falið í starfi hinna
mörgu erfðafræðinga og grasafræðinga, sem hafa unnið að því að
búa til fjölært hveiti.
Á kynbótastöð einni í Síberíu hefir verið unnið að því í nær tvo
áratugi að fá fram hveiti, sem hægt er að rækta norðarlega, ekki þarf
að sá árlega, þótt það gefi góða uppskeru ár hvert, sem og verði gott
til bökunar. Allar hveititegundirnar eru einærar, svo að sá þarf ár
llvert, ef þær eiga að verða að gagni, en að sjálfsögðu vildu rnenn helzt
sleppa við að plægja akur sinn oft, ef þess væri nokkur kostur. Villi-
hveitin, sem eru meðal annars til á íslandi, eru náskyld hveitinu, og
það er frekar auðvelt að fá fram kynblendinga á milli þeiri'a og hveit-
is. Hér á landi eru aðeins til þrjár tegundir villihveitis, en samtals
tilheyra rúmlega tvö liundruð tegundir þessari ættkvísl. Sumar þeirra
þola vel frost og þroskast fljótt í köldum sumrum, aðrar þola vel ryð-
sjúkdóma eða eru góðar fóðurjurtir. Og sumar villihveititegundir
vaxa vel í óræktarjörð eða bera korn, sem prýðilegt mjöl fæst úr. Það
er því engin furða, þótt margir hafi reynt að fá fram kynblendinga
milli villihveitis og hveitis.