Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 26
120
NÁTTÚRUFRÆ.ÐINGURINN
ráðin fara. Ef engu verður við bær sparað í upphafi og þeim sniðinn
nógu víður stakkur strax, þori ég hiklaust að lofa öllum gulli og
grænum skógum á grundvelli árangra þeirra á ókomnum árum. En
ef allt til þeirra verður strax frá upphafi skorið við nögl, getur eng-
inn krafizt þess, að þær geri nema hálft gagn.
Fyrstu samanburðartilraunir nreð grös og belgjurtir með tiiliti til
kynbóta fyrir íslenzk skilyrði, hafa verið hafnar í Kópavogi í sumar.
Þegar komið var í eindaga með þessar tilraunir í vct af ástæðum, sem
ekki bera vott um framsýni, kom itinn nýi fulltrúi í landbúnaðar-
ráðuneytinu, Árni G. Eylands, því til leiðar, að tilraununum var
fenginn staður í nánd við tóftirnar, þar sem eiðarnir voru svarnir
forðurn. Að því er bezt verður séð, er jarðvegur allur og lega lands-
ins að óskum, þótt því miður vanti freitt vatn til upphitunar á gróð-
urhúsum. Landbúnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans var gefinn
kostur á þessu landi öllu til frambúðar fyrir tilraunir í jurtakynbót-
um og jarðvegsefnafræði, en þegar þetta er skrifað, hefir enn ekki
fengizt endanlegur úrskurður um framsal þess, þótt nú fari óðum
að líða að þeim tíma, er búa þarf iand undir ræktun næsta ár. Mér er
sagt, að heilbrigðisstjórn landsins líti hýru auga á Kópavog og hafi
allengi hugsað sér að byggja þar hæli fyrir alla fávita þjóðarinnar
rétt við mest farna þjóðveginn svo að segja mitt inni í tveim stórunr
bæjum. Vonandi verður þó hin brýna þörf landbúnaðarins og garð-
ræktarinnar ekki látin víkja fyrir fávitahælinu á þessunr fornfræga
stað.