Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 28
122
2 IÁTTÚRUFRÆ£)1NGURINN
1. mynd. Lambahvammur í Jökulsárgili. (Ljósm.: E. Sigurgeirsson.)
Aftur á móti er Oxarfjörðurinn allur meira eða minna vaxinn
birkikjarri allangt inn með Jökulsá, og jafnvel er rnikið kjarr í
gljúfrinu langt suður fyrir Hafursstaði (sjá síðar). Birkið gefur
sveitinni einkar vinalegan svip, svo hún mun standa fegurstu sveit-
um annars staðar á landinu fyllilega á sporði í allri viðkynningu,
og það því fremur sem hver bærinn er öðrum betur hýstur. Sem
bein afleiðing af liinum víðáttumikla kjarrskógi er raklendi alveg
hverfandi, og verður þvi gróðurinn yfir höfuð að tala einhliða, enda
engin há gróðursæl fjöll heldur til úrbóta.
Miðsveitis austan Jökulsár eru víðáttumiklir sléttir sandar, nálega
gróðurlausir, en þar austan við sandhólar, alvaxnir gulvíði. Sums
staðar liefur hér átt sér stað uppblástur, svo að sjá má gróðureyjar
í sandhafinu með þverhníptum bökkum, en út úr þeim stendur
urmull af rótartágum gulvíðisins. Melgresi er hér og víða.
Þá tekur við stór flatneskja lengra til austurs, þar sem aðalgróður-
inn er gulvíðir. Er það svæði nefnt Víðrar. Eru runnar þessir víða
tveggja metra háir og mjög víðáttumiklir. En því miður hefur
(sennilega) einhver sýki herjað á þá á s. 1. árum, því mjög víða stóðu
blaðlausir eða feysknir stofnar, er ég fór þar um. Austan Víðranna
eru fáeinar tjarnir og mýradeigjur, eina raklendið, sem teljandi er
í meginhéraðinu.