Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 29
NÁTTÚRUFRÆfilNGURINN 123 Það gróðurlendi, sem setur svip sinn á Öxarfjörð, er birkikjarrið, eins og áður er að vikið. En auk þess er nokkuð um lyngmóa, sem orðið hafa til við eyðingu skógarins. Vallendi er ekki teljandi nema túnin. Mýrlendi og deigjur er á allmörgum stöðum, m. a. á allstóru svæði undir Öxarnúp. Eigin- legur háfjallagróður er ekki til á fjöllum þeim, sem rísa yfir sveit- ina, því bæði eru þau lág (hæst 525 m) og rakasnauð. Vatnagróður er á fáum stöðum. Skai nú drepið á fáein gróðurlendi og einkennisplöntur þeirra. Mýrlendi. L Hálfblautar mýrar: Gulstör, mýrastör og mýrelfting sem ráð- andi tegundir. 2. Mýi'adeigjur: Blátoppastör, broddastör, hengistör, mýrasef, fitjafinnungur, gulvíðir, loðvíðir, mýrelfting, mýradúnurt, mýra- sóley, engjarós og hrafnaklukka. 3. Mýradeigjur í þurrkun: Bjarnarbroddur, bláberjalyng, ein- hneppa, engjarós, fjallastör, friggjargras, gulmaðra, gulvíðir, hálm- gresi, hárleggjastör, hengistör, hrafnaklukka, ljósastör, loðvíðir, loka- sjóður, klófífa, mýrasef, mýrasóley, mýrastör, mýrelfting, skriðlín- gresi, skarifíiill, smjörgras, túnblaðka og vallarsveifgras. Vatna- og tjamagróður. L Tjörn, sunnan Kópaskers: Grasnykra, guistör, lófótur, síkja- mari, vatnsnál og þráðnykra. 2. Smápollar á Klifsbagaengjum: Fergin, grasnykra. liðaskriðsóley, lófótur, lónasóley, mógrafabrúsi, síkjamari, trefjasóley, vatnsnál og vætusef (Scirpus uniglumis). Valllendi. Fátt er um vallendi nema túnin. Er gróður á þeim all-breytilegur eftir legu þeirra, rækt, snjólagi á vetrum og fl. Á túninu á Prest- hólum í Núpasveit voru eftirtaldar tegundir ríkjandi: Brjóstagras, fjallasveifgras, hálíngresi, hvítsmári, jakobsfífill, skollapuntur, týtu- língresi, túnblaðka, túnsúra, túnvingull, vallarsveifgras, vallhumall og vallhæra. Gras- og lyngmóar. í Núpasveit, þar sem birki vantar algerlega, eru gras- og lyngmóar mjög algeng gróðurlendi. Vaxa lyngtegundirnar víða liver innan um aðra, bæði kræki-, sortu-, bláberja- og beitilyng, sem öll eru algeng

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.