Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
127
Skarfakál (Cochlearia officinalis L.).
Presthólar, Núpasveit, 3. ágúst 1944. Óx uppi í háum kletti (Slaga), alllangt norðan
bæjar. Var töluvert af smáum skeljalnotum umhverfis klett þennan, og henti það til
þess, að plantan væri hingað komin af völdum fugla, sennilega nokkuð langt að, því
að skarfakál vex hvergi á næstliggjandi sjávarströnd.
Birkifjóla (Viola epipsila Led.).
Lundur, Öxarfirði, 29. júlí 1944. Á fáum stöðum og hvergi í blóma. Óx innan um
mýrfjóluna.
Þrenningargras (Viola tricolor L.).
Ærlækur, í túnjaðri 29. júlí 1944. Hvergi annars staðar. Hefir sennilega einhvern
tírna slæðzt úr blómagarði heimilisins, en er nú auðsjáanlega búið að nema land.
Jarðarber (Fragaria vesca L.).
Vestara-Land, Öxarfirði, 8. ágúst 1944. Mörg eintök í lilóma. Fann þau ekki annars
staðar; en að skýrra manna sögn eru þau talin vaxa í Forvöðum.
Baunagras (Lathyrus maritimus Bigel).
Jökulsárhraun, Öxarfirði, 29. júlí 1944. Víða og mikið í stað, bæði í blóma og með
hálfþroskuðum aldinum.
Mýraertur (L. palustre L.).
Geitadalur, í suðvestur frá Ærlæk, 30. júlí 1944. Öxarnúpur, 31. júlí 1944, á 2
stöðum m. a. innan um skógarkjarri Lundsskógur oig Skinnastaðaskógur, 5. ágúst 1944.
Tegundin var alls staðar blómlaus, nema í Geitadalnum, þar stóð hún í fullum blóma,
óx á víð og dreif inni í lágvöxnum birkirunna, ca. 100 m2 stórum, og hallaði vaxtar-
staðnum mót suðvestri. Blómin eru sem næst því að vera rósrauð við opnunina, en
verða fljótt fjólublá og sitja alls staðar 2 á hverjum stilk. Blaðpörin oftast 2 (sjaldan 3).
Að ég fann tegund þessa í Geitadalnum, á ég að þakka frú Halldóru Gunnlaugs-
dóttur að Ærlæk, sem er mjög glögg á plönlur. Sumarið 1936 (ef ég man rétt) kvaðst
hún ltafa tekið eftir einkennilegri jurt í nefndum dal, en ekki haft þá tækifæri til að
athuga hana nánar. Hefði svo þessi fundur fallið í gleymsku í önnum dagsins. En við
eftirgrennslan mína um fágætar plöntur í héraðinu mundi hún allt í einu eflir hinni
sérkennilegu jurt, er hún rakst á, og benti ntér á staðinn.
Þennan fund má telja hinn merkasta, því tegundin hefur aldrei fyrr fundizt á
Norðurlandi, og engin blómguð eintök eru til frá hinum fáu fundarstöðum, sem áður
voru kunnir hér á landi. Mjög er líklegt, að mýraertur finnist víðar í liinu víðátlu-
mikla skóglendi Öxarfjarðar, en þær munu hvergi bera blóm, nema þar sem sérstaklega
hagkva’m skilyrði eru ráðandi, eða svipuð þeim, sem eru í Geitadalnum.
Sigurskúfur (Chamaenerion angustifolium Scop).
Hafursstaðir og Árholt (eyðibýli), 8. ágúst 1944. Á báðum þessum stöðtim í þurrum
móabörðum, sem er mjög óvanalegt. Var tegundin því mjög smávaxin og vafasamt,
hvort hún blómgast hér nokkurn tíma. Annars vex hún á nokkrum stöðum i gljúfr-
um Jökulsár.