Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 35
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 129 Blástjarna (Lomatogonium rotatum Fries). Við Vígabjargarfoss í Jökulsá, 7. ágúst 1944. Fundin hér á einum stað. Ox í mjög mosaríkum jarðvegi og svam úði fossins stöðugt yfir vaxtarstaðnum. Rauðkollur (Knautia arvensis Coult). Ferjubakki, Öxarfirði, 26. júlí 1944. Fundinn eftir tilvísun Olafs bónda að Ferju- bakka. Óx á harðvelli innan um þéttan valllendisgróður í brekkuhalli mót suðvestri, örskammt frá túninu. Bláklukka (Campanula rotundifolia L.). Bjarmaland, Öxarfirði, 7. ágúst 1944. Vex í stórum stíl í móabarði i suður frá bæn- um, og hefir vaxið þar um áratugi. Ekki kunn með vissu frá öðrum stöðum í sveitinni. Talið er, að einhvern tíma hafi tegundin fundizt nálægt Presthólum í Núpasveit, en ekki tókst mér að fa'ra sönnur á það. Gulbrá (Matricaria matricaroides Porter). Við götutroðninga innan túngirðingar á Skinnastað. Hefur bersýnilega ílenzt hér, eins og svo víða annars staðar á landi voru. Frevjubrá (Chrysanthemum leucanthemum L.). Hafursstaðir, 6. ágúst 1944. Óx í mólendi suðaustan við túnið, á víð og dreif. Var sýnilega búin að nema land. Hefur efalaust flutzt inn með grasfræi fyrir 15 árum, því að eftir þann tima liefir engin sáðsléttugræðsla farið þarna fram. A 2 stöðum öðrum sá ég tegundina á Landi og Skinnastað, en þar óx hún aðeins í gömlum sáð- sléttum og hafði ekki flutt sig út í óræktarlendi. Gat ég ekki annað séð, en að þessi tegund sé, að minnsta kosti á Hafursstöðum, orðin fullgildur borgari í hinu íslenzka gróðurríki. Chrysanthemum leucanthemum, sem hlaut hjá mér skírnarnafnið Freyju- brá, er talin til sömu ættkvíslar og rainfan eða regnfang, en karfan er með hvítum tungulaga randkrónum, og eru því blómin nauðalík og á baldursbrá. Blöðin eru heil og gróftennt. Fjölær planta. Áður fundin annars staðar á landinu á örfáum stöðtim í sáðsléttum. Að lokum skal ég geta einnar tegundar utan rannsóknarsvæðisins. Fuglaertur (Lathyrus pratensis L.). Guðmundur Magnússon, prófessor, fann fyrstur manna tegund þessa á Norðurlandi sumarið 1909 að Ási í Kelduhverfi. Fyrirhitti hann þá eitt blómgað einlak við veginn. En þar sem tegundin hefir ltvorki fyrr né síðar fundizt norðanlands, var ckki ósenni- legt, að hér hefði um slæðing verið að ræða, enda styrkti fundarstaðurinn þá skoðun. Var mér því mikið í mun að staldra við hjá Ási á leiðinni austur og fá fulla vissu fyrir tilveru nefndrar tegundar, og athuga útbreiðslu hennar. Á leið minni heim að Ási norðan frá 27. júlí gekk ég fram hjá mörgurn lágvöxnum hirkilundum, og gat þá að líta fuglaerturnar í blóma á víð og drcif, lta’ði innan um runnana og í grasmóum þar í grennd. í túninu uxu þær einnig. Tjörn ein allstór liggur í norðaustur frá bænum, og liggja háar brekkur niður að henni, en umhverfis tjörnina sjálfa er grasbclti igróðursælt rnjög. Þarna óx tegundin einnig á löngu svæði, sttnnan tjarnarinnar. Mjög er sennilegt, að útbreiðsla hennar hafi verið víðtækari í 9

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.