Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
133
Skíðishvalirnir nærast á allt annan hátt en tannhvalirnir. Þeir
veiða ekki einstök dýr, heldur gleypa þeir munnfylii sína af sjó og
sía úr honum mikinn fjölda smádýra, senr í sjónum eru, og nefnast
einu nafni svif eða áta (plankton). Átan er gróður jurta og dýra,
margra afar smárra, sem svífa í ótölulegum grúa ofarlega í sjónum.
Má marka liina geysilegu mergð þeirra af því, að stærstu hvalateg-
undirnar lifa nær eingöngu á þessari átu.
Útbúnaður skíðishvalanna til síunar á átunni er mjög sérkenni-
legur. Skolturinn er tannlaus, en úr tannstæði efra skolts beggja
vegna ganga raðir af trefjakenndum hornblöðum. Þessi hornblöð
nefnast skíði. Innri liliðar blaðanna eru trosnaðar upp í trefjar,
svo að hárkennd sía myndast sitt hvoru megin í munninum. Hval-
irnir nærast þannig, að þeir taka munnfylli sína af sjó með þeirri
áfcu, sem í honum er, loka munninum, reka fram tunguna, svo að
sjórinn þrýstist út um skíðin, en átunni, sem setzt á síuna, renna
þeir niður.
Skíðishvalirnir eru venjulega í kafi í fimm til fimmtán mínútur,
en tannhvalirnir í þrjátíu til sextíu, en báðar tegundir geta verið
mikið lengur í bafi, ef jrví er að skiffca. Dýpsta köfun reyðarhvals,
sem mæld hefir verið, er 350 metrar, en líkindi eru talin til, að
búrhveli hafi kafað 900 metra. Þegar menn kafa í kafarabúningi,
er lofti dælt niður til þeirra með nokkru meiri þrýstingi en er í
dýpinu, sem kafað er. Lyfti loftsins leysist þá upp í blóðinu og öðr-
um vefjum líkamans, þar til þeir eru mettaðir af því, ef kafarinn er
nægilega lengi í kafii. Þegar komiið er úr kafi, minnkar þrýstingur-
inn, og blóðið og vefirnir verða yfirnrettir af lyftinu, sem setzt í
vefina eða skilst út í loftbólum, er stíflað geta liinar grennri æðar
líkamans og valdið hinni svonefndu „köfunarveiki". Ef þrýstings-
breytingin verður of snögg, er veikin mjög kvalafull og getur valdið
snöggum dauða. Hafi kafarinn verið um alllangt skeið í miklu dýpi,
verður að draga hann mjög hægt upp að yfirborðinu, til þess að loft
það, sem umfram er í blóði og vefjurn, nái að skolast út, svo að
maðurinn verði ekki eins og ólgandi gosdrykkjaflaska, þegar upp
kemur, og þrýstingurinn er orðinn eðlilegur.
Hvernig má það verða, að hvalirnir geta tekið með sér nægan
loftforða til langrar köfunar, og hvernig geta þeir forðast að bíða
bana af köfunarveiki? Um þessi atriði er ekki enn fengin full
vitneskja, en nýjar rannsóknir hvalarannsóknarstofnunarinnar í
Osló hafa þó skýrt mörg þeirra.
Meðan á köfun stendur dregur mjög úr hraða efnabrigða líkam-
ans, svo að ildiseyðslá hans minnkar niður í sennilega um þriðja