Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
139
var boðið til ráðstefnu í London fyrir allar þjóðir, sem hlut áttu
að máli, og voru þar settar reglur um veiðarnar. Á hverju ári var
fyrirfram ákveðið, hvar veiðarnar skyldu stundaðar og liversu lengi.
Voru veiðarnar bundnar við þau svæði, sem hvalastofninn var beztur
á, en bannaðar þar, sem veiðar myndu valda tjóni á stofninum.
Gerðu menn sér vonir um að geta á þennan hátt varðveitt hvala-
stofninn þannig, að veiði héldist trygg, enda þótt alltaf væri ískyggi-
lega hátt hlutfall óþroskaðra hvala í aflanum. Allar þjóðir, sem hlut
áttu að máli, samþykktu reglur þessar, nema Japanar, en Þýzkaland
hélt ekki ákvæðin, þótt það hefði undirritað samninginn.
Nútíma úthafshvalveiðimóðurskip er 20,000 tonn og þar yfir,
útbúið með dráttarbraut, sem hvalirnir eru dregnir á upp á flesj-
unarþilfarið. Unnið er úr hráefninu með hinum fullkomnustu
tækjum. Skipshöfnin er nokkur hundruð manns. Skipið er sjálfu sér
algerlega nógt, og hefir meðferðis nægan eldsneytisforða fyrir verk-
smiðjuna, veiðiskipin, sín eigin ferðalög og til þess að eima mikið
af vatni, sem þarf til iðnaðarins. Aðalfarmur skipsins lieim er að
sjálfsögðu lýsið, sent notað er til smjörlíkis og sápugerðar, en auk
Jress er kjötið og beinin unnið í ióðurbæti, áburð og beinamjöi.
Síðasta áratuginn fyrir stríð var heimsaflinn frá 24,000 og upp í
44,000 hvalir á ári, og var unnið úr honum frá 400,000 og upp í
rúm 540,000 tonn af lýsi
Á fyrstu vertíðinni í stríðsbyrjun var hvalveiðaflotinn í Suður-
íshafinu, en á heimleðinni var sumum skipanna sökkt, og öðrum
náðu Þjóðverjar, sem tókst að koma að minnsta kosti einu með full-
fermi til Bordeaux. Flest skipin, sem undan komust, voru notuð til
eldneytisflutninga, og fórust mörg þeirra í þeim. Nú hefja hval-
veiðaskipin veiðar að nýju. Eru þau íærri en áður, en sum ágætlega
útbúin, ný skip, smíðuð sérstaklega fyrir slíkar veiðar. Útkomu ver-
tíðarinnar er beðið með eftirvæntingu, bæði vegna hins mikla feit-
metisskorts, sem er í heiminum, og eins vegna hinnar vísindalegu
þýðingar hennar; því að hvalirnir liafa notið friðunar í 3—4 ár, og
geta verkanir hennar á fjölda og stærð hvalanna iiaft liina mestu
þýðingu vísindalega og einnig grundvallarþýðingu fyrir framtíð
hvalveiðaiðnaðarins.
(Þýtt úr Endeavour — S. Þ.)