Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
115
Á Hverfjalli er stórgrýtið mest ofan til, en fíngerðara efnið neðar.
Á hæðadraginu, sem gengur út úr fjallinu til austurs, er stórgrýti
á víð og dreif, og þar verður engrar smækkunar á efninu vart, þótt
l'jær dragi fjallinu. Fjarlægð frá fjallinu ræður engu um gerð efnis-
ins, eins og gera yrði ráð fyrir, ef það væri sprengiefni úr Hverfjalli,
Iieldur er það eingöngu afstaða til veðurs, sem því ræður, hve efnið
er gróft.
Ég tel augljóst,að jökull hafi gengið yfir Hverfjall og lausi hjúp-
urinn á fjallinu sé ísaldarruðningur.
ÞverskurBur nf Hverfjnlli. Punktalínur eftir dgizkun.
© JókulruÖningur (Moraine).
Lngskipt móberg (Strntified palagonite tuff).
En liver eru þá gosefnin? Þeirra gætir strax lítillega í skorningum
utan á fjallinu. Þar sést dálítið af svörtum vikri, sem telja má, að
tilheyri gosefnunum og hafi blandazt saman við jökulruðninginn.
En það er þó aðallega innan á skálinni, einkum norðurlilíðinni,
sem innri bygging fjallsins kemur í ljós. Þar hafa skorningar grafizt
alveg niður úr lausa ruðningnum, og sést þá, að fjallið er gert úr
lagskiptu upprunalegu gosmóbergi, þ. e. eldgosamyndun, sem liggur
á uppliaflegum stað.
Móbergslögunum hallar talsvert út frá skálinni að undan skilinni
móbergshúð, sem liggur innan á skálarveggjunum og hallast eins og
hlíðin. Sú húð gæti verið verk jökla eða veðrunar, en einnig vísast
til þess, er síðar segir um sams konar húð innan á Hrossaborg.
Þess hefur verið getið til, að móbergslögin, sem eru meginefni
fjallsins, hafi upprunalega verið lárétt og séu eldra, sporðreist berg,
sem gosið brautzt upp í gegnum. En ef þetta væri rétt, ætti tals-
verður hluti af þekju fjallsins að vera móbergsbrot, er kornið hefðu
upp við sprenginguna. Svo er þó ekki. Mér tókst. ekki að finna
neina móbergsmola í ruðningnum þar, sem ég skoðaði liann. Enda
ætla ég hitt niiklu aðgengilegra, að móbergslögin séu í upphaflegri