Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 37
GuSmundur Kjartansson: Steinar á flækingi Þriðjudaginn 19. okt. í liaust fór ég ýmist hjólandi eða með reið- lijól í eftirdragi upp Rangárvelli frá Hellu að Næfurholti. Þar er um tvær leiðir að velja, báðar bílfærar að sumarlagi. Hin eystri ligg. ur um gömul Hekluhraun upp hjá bænum Koti, og er það hin venjulegasta leið Heklufara nú allra síðustu ár.in. En ytri leiðin liggur ujrp með Rangá og fylgir bæjum. Ég fór ytri leiðina að nokkru leyti, en þó spölkorn fyrir austan hana á kalfanum frá Geldingalæk npp að Svínhaga. Þar fylgdi ég yfirleitt norðvesturjaðri Hekluhraun- anna, því að við hann átti ég erindi — en það skijrtir engu máli hér. Ekkert markvert bar til tíðinda, fyrr en ég kom skammt ujrp fyrir eyðibæinn Víkingslæk. — Alla leið þaðan ujrp að Svínhagalæk er hraunbrúnin há og glögg á hægri hönd, en neðan við hana sléttur melur úr smágerri möl og foksandi. Þarna á melnum varð fyrir mér steinn, eitthvað á stærð við kindarhaus. Hann lá varla nema stein- snar frá hraunbrúninni, og datt mér fyrst í stað ekki annað í hug en hann væri þaðan ættaður. En af einskærri lilviljun gekk ég fast hjá steininum og sá þá, að hann er úr allt annarri bergtegund en hraunin, sem næst liggja og eru venjuleg Hekluhraun. Aftur á móti er steinninn úr sömu bergtegund og Þjórsárhraun. Þjórárhraun er nafn jarðfræðinga á hraunflæminu rnikla, sem rekja má óslitið innan frá Veiðivötnum niður með Tungnaá og Þjórsá allt fram í yztu sker undan sjávarströndu í Flóanum. Berg- tegund þessa firna stóra lirauns auðkennir það frá öllum öðrum hraunum á Suðurlandsundirlendinu. Að vísu er það blágrýtishraun eins og flest hinna, en hver steinn í því er þétt settur hvítum dílum, sem eru flestir nokkrir mm, en hinir stærstu allt að 2 cm að þver- máli. Þessir dílar eru kristallar úr kalkbornu plagíóklasi (feldspats- tegund). En auk þeirra má víða í hrauninu greina berum augum

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.