Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 24
118 NÁTTÚ RU F RÆÐINGURINN áhriíum frá andrúmsloftinU og járn hraunsins gengið í samband við súrefnið. En þegar lengra líður á gosið, frussar upp lirauni dýpra að, þar sem það hefur ekki orðið fyrir áhrifum loftsins. Þetta skýrir mun- inn á móbergsglerinu og gjallinu. En það leiðir jafnframt til þeirr- ar skoðunar.að hraunið, sem dýpra lá, hafi verið kaldara en það, sem fyrst kom. Efsta hraunið hefur mjög sennilega liitnað við það að taka í sig súrefni, og sá hitamunur Iiefði getað numið 1—200°C. Það er því sennilega svo, að upphaflega hraunið, sem að neðan kom, hefur verið mjög kalt og seigfljótandi. Fyrsti þáttur gossins, með hraunrennsli og gjalli, lréfur verið afleiðing af blöndun við andrúmsloft. En þegar óblandaða hraunsins fer að gæta í gosopinu, breytist gosið. Þegar þetta hraun losnar undan farginu, sem á því lá, spreng- ist út innilokaða loftið, en það er aðallega vatnsgufa. Það gerist þó ekki með útblæstri hraunsins og vikurmyndun, eins og verða mundi í þynnra hrauni, heldur kvarnast hraunið í smáagnir, sennilega vegna Jæss-að Jtað er mjög þykkfljótandi og eins nærri ]>ví að vera fastur lilutur og fljótandi efni. Hvað verður nú um þessa ösku, sem mvndazt liefur? Við gætum ályktað, að smásprengingarnar kasti henni upp í grannan garð kringum gosopið. En sömu sprengingar hefðu þá kastað 2—3 tonna björgum upp í garðinn. En það er ijóst, að slíkar sprengingar gera betur en kasta öskunni upp á gígbarminn, }:>ær þeyta lienni hátt á loft, og hún berst út í buskann. Yfirleitt getur fíngerð aska með engu möti hlaðizt upp í grannan garð kringum gosopið, ef hún kemur upp í sundurlausu ástandi sem rykský. Þá virðist aðeins eitt til: Askan þyrlaðist ekki upp, heldur varð úr henni eins konar grautur eða leðja niðri í gígkverkinni, með samblöndun við vatnsgufana, og Jæssi grautur vall síðan upp hægt og rólega. Þetta virðist líka mega lesa út úr móberginu í gíggarðinum. Það er engu líkara, en grágrýtisbjörgin liafi borizt með þykkfljótandi öskugxaut, en alls ekki fallið úr lofti niður á öskuhaug. Skýringin er þó enn ekki fullnægjandi. Heildarútkoman virðist hafa átt að verða móbergskúfur, en ekki mjór hringlaga garður. Þess vegna verður enn að kveða nánar á um gang gossins. Hvernig gat miðja kúfsins horfið? Endaði gosið í sprengingu, sem þeitti kúfnuni burt? Ég lield, að sú skýring sé of fjarri, bæði vegna Jress,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.