Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 29
NÁTTÚRUF RÆÖING URIN N 123 dýrum, spendýrum og mönnum. Þau geta ekki fært sig úr stað til þess að forðast hættuna. Þau geta ekki lilaupið burt til þess að kom- ast undan óvinum sínum. Þau eru föst og hjálparvana, þau verða að þola flóð og þurrka, eldsvoða og fellibylji, skordýr og jarðskjálfta eða deyja að öðrum kosti. Því er líkt farið um trén eins og mennina, að þau verða að berjast sinni baráttu í lífinu, og gamalt tré á engu síður merka æfisögu að baki sér en gamall maður. Eg hafði lesið sjálfsævisögur margra alda- gamalla trjáa og komizt að raun um, að þær voru bæði einkennilegar og skemmtilegar. Árhringarnir, sem tréð myndar sjálft í viði sínum, standa í svo nánum tengslum við ýmsa viðburði í lífi trésins, að al þeim niá í rauninni lesa alla ævisögu þess. Og nú langaði mig til þess að lesa ævisögu „gömlu furunnar". Hún, sem hafði staðið þarna í suðurhluta Klettafjalla um mörg lumdruð ár og þolað súrt og sætt, hlaut að eiga sér furðulega sögu. Frá þessum stað hafði hún séð hamfarir höfuðskepnanna og baráttu manna og dýra. Margt leyndarmálið geymdi hún í sálu sinni. Hún lét það ekki uppi við neirin, hvað hún hafði séð, en ég var þess fullviss, að hún befði haklið nákvæma dagbók um alla lífsviðburði sína og þessi dagbók mundi koma í ljós, þegar tréð væri fellt. Ég liafði ákveðið að lesa þessa bók. Náttúran lætur þroskast milljón barrfræja fyrir hvert eitt, sem hún hefur valið til vaxtar. Það er ekki ólíklegt, að rádýrsfótur hafi troðið niður í moldina fræinu, sem furan okkar óx upp af. Einnig er það ekki óhugsandi, að þetta fræ hafi verið eitt af þeim, sem íkorninn hafði gralið niður og ætlað sér til vetrarfæðu, en látið ósnert. íkornarnir eru mjög nytsamir í furuskógunum. Á hverju hausti grafa þeir í jörð niður Ijöldann allan af furukönglum, sem þeir tína saman. En sennilegast er, að vindurinn hafi feykt fræinu þangað, sem jarðvegurinn var nógu myldinn og rakur til þess, að ]tað gæti fest þar rætur. „Gamla furarí' felld Tveir skógarhöggsmenn reiddu axir sínar til höggs. Við fyrsta höggið kom íkorni út úr holu ofarlega í trénu og mótmælti þessum aðförum með liáum hljóðum. En þegar niáli hans var enginn gaum- ur gefinn, kom hann skokkandi niður tréð og stökk yfir á grein á ungu furutré, sem stóð þar rétt. hjá. Þaðan fylgdist hann með verki

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.